9.
Leiðbeiningar um notkun LLD
ATHUGASEMD: Með „LLD― er átt við allan LLD búnað (nr. 1, 2, 3, E, og EZ).
VARNAÐARORÐ: Ekki skal skilja leiðslu eftir í sjúklingi ef LLD búnaðurinn er enn inni í
leiðslunni. Alvarlegar skemmdir geta orðið á æðaveggjum eða hjarta þar sem leiðslan
er stífari, eða ef LLD búnaðurinn, sem skilinn var eftir, brotnar upp og færist til.
VARNAÐARORÐ: Athugið að leiðsla með J-laga festivír í innra holi sínu (frekar en utan
á sívalningnum) hentar hugsanlega ekki LLD búnaðinum. Ef LLD er sett inn í slíka
leiðslu getur það hugsanlega þrýst J-laga festivírnum út úr leiðslunni, hann brotnað frá
og farið af stað.
VIÐVÖRUN: Ef togað er með of miklu afli getur það komið í veg fyrir að
læsingarbúnaður losni frá leiðara.
VARNAÐARORÐ: Setjið ekki þyngdan togþrýsting á innsettan LLD búnað þar sem slíkt
getur valdið frárifu af hjartavöðva.
1. Eftir að nærendi leiðslunnar hefur verið losaður, saumar og bindiefni fjarlægð og
festingar á nærenda (ef slíkt er til staðar) klipptar af, notið Spectranetics
leiðsluklippurnar eða annan viðeigandi búnað til að opna aðgang að innri vafningi
leiðslunnar.
ATHUGASEMD: Ef sampóla leiðsla er nógu löng skal nota skurðhníf til að skera í
kringum einangrunarkápuna tveimur sentímetrum frá klipptum endanum á leiðslunni
(gerið þetta varlega til að afmynda ekki vafninginn), dragið svo einangrunarkápuna af
þannig að innri vafningurinn komi í ljós.
Þegar um er að ræða tvípóla leiðslu með samása vafningum, fjarlægið ytri vafninginn
og innri einangrunarkápuna þannig að innri vafningurinn komi í ljós og komið í veg fyrir
að hann þrýstist djúpt inn í ytri vafninginn.
Þegar innra holið á leiðslunni er opið, setjið Spectranetics vafningavíkkarann (Coil
Expander) inn til að tryggja að engin hindrun sé til staðar áður Spectranetics
mæliteinar eru notaðir til að ákvarða rétta stærð á LLD búnaði.
ATHUGASEMD: Skoðið holið til að tryggja að innri vafningurinn sé ekki flatur og engin
fyrirstaða sé til staðar sem gæti hindrað framrás á Spectranetics mæliteinunum eða
LLD búnaði inn í holið.
2. Ákvarðið rétta stærð á LLD miðað við innra þvermál leiðsluvafningsins.
Spectranetics mæliteinarnir eru notaðir til að meta innra þvermál á
vafningnum. Stærð stærsta pinnans sem passar auðveldlega inn í vafninginn gefur
til kynna viðeigandi stærð á LLD.
3. Athugið að vafningsholið sé opið og í lagi. Rennið hreinsistílettunni (clearing stylet)
(sem fylgir LLD pakkanum) í gegnum innra hol leiðslunnar til að hreinsa hvers kyns
blóð, storku eða stíflu í holinu áður en LLD er sett inn. Eftir að tryggt er að holið sé
hreint, fjarlægið hreinsistílettuna.
ATHUGASEMD: Það gæti hjálpað að marka hversu djúpt hreinsistílettan gengur inn
í leiðsluna með því að setja svokallaða moskítóklemmu (mosquito clamp) á staðinn
þar sem hreinsistílettan gengur út um klippta endann á leiðslunni. Það kemur sér
vel síðar að vita hversu langt stílettan gekk inn þegar fylgjast þarf með framvindu
aðgerðarinnar síðar við þræðingu á LLD.
4. Takið um netsvæðið á viðkomandi LLD af réttri stærð og þræðið LLD búnaðinn inn í
innri vafning leiðslunnar með því að fylgjast stöðugt með geislaþéttu merkingunni í
skyggnibúnaði (fluoroscope).
Varúð: Reynið ekki að þrýsta áfram eða snúa LLD með nærlæga tenginu þar sem
það getur valdið því að netið festist of snemma eða skemmist.
Varúð: Reynið ekki að snúa LLD með nærlægu lykkjunni þar sem slíkt getur
skemmt búnaðinn.
5. Festið LLD búnaðinn með því að:
Losa nærlæga tengið frá bylgjulaga hluta útrekstaugarinnar með því að renna
tenginu af bylgjulaga hlutanum eftir að LLD búnaðurinn er kominn á réttan stað í
fjærenda leiðslunnar eða eins langt inn og hreinsistílettan gaf til kynna.
Við þetta þenst vírnetið út innan í leiðslunni og festir búnaðinn á sínum stað
(búnaðurinn er nú í fastri stöðu). Hægt er að setja spennu á útrekstaugina eða
nærlykkjuna til að ná togþrýstingi.
6. Mælt er með að saumaefni sé bundið við nærendann á einangrunarkápu
leiðslunnar sem á að fjarlægja til að ná auknu togi. Hægt er að festa hinn endann á
saumaefninu fjærlykkjuna á LLD búnaðinum beint fyrir ofan nærlæga tengið. Ef
saumaefnið er fest við fjærlykkjuna er auðveldara að þræða LLD með saumaefninu
í gegnum Spectranetics leysisslíðrið.
Spectranetics leysisslíðrinu og fylgihlutum.
7. Ef ekki tekst að fjarlægja leiðsluna af einhverjum ástæðum eða slíkt verður
skyndilega frábending er auðveldara að fjarlægja eða endurstaðsetja LLD á
eftirfarandi hátt:
Dragið nærlæga tengið aftur upp á bylgjulaga hluta útrekstaugarinnar.
Þetta minnkar þvermál vírnetsins innan í leiðslunni og losar það úr holi hennar.
Dragið LLD út eða endurstaðsetjið búnaðinn með því að taka um nærlæga hluta
netsins á leiðslulæsingunni (LLD).
Ef LLD búnaðurinn er enn fastur innan í leiðslunni er mælt með eftirfarandi:
P 0 0 4 7 7 7 - 0 2
1 3 D e c 1 1
( 2 0 1 1 - 1 2 - 1 3 )
Fylgið náið leiðbeiningum um notkun á
A. Grípið um netið við nærlæga endann á leiðsluvafningnum og sléttið netið varlega
með því að draga og teygja það í átt að nærlæga tenginu.
B. Grípið aftur um netið við nærlæga endann á leiðsluvafningnum, þrýstið LLD
áfram innan leiðslunnar og snúið síðan samtímis og togið LLD út úr leiðslunni.
9.1
Meðferðartækni
Kynnið ykkur til hlítar fylgiseðla með Spectranetics leysisslíðrum eða öðrum
nauðsynlegum leiðslufjarlægingartólum áður en LLD búnaðurinn er notaður.
10.
Takmörkuð ábyrgð framleiðanda
Framleiðandi ábyrgist að LLD sé laus við galla hvað varðar efni og frágang þegar varan
er notuð fyrir uppgefinn „síðasta notkunardag― og þegar umbúðirnar eru óopnaðar og
óskemmdar rétt fyrir notkun. Ábyrgð framleiðanda samkvæmt ábyrgð þessari er
takmörkuð við að skipta vörunni eða endurgreiðslu kaupverðs vegna hvers kyns galla í
LLD. Framleiðandi er ekki ábyrgur fyrir hvers kyns óbeinu, sérstöku eða afleiddu tjóni
vegna notkunar á LLD. Skemmd á LLD vegna rangrar notkunar, breytingar, rangrar
geymslu
eða
meðhöndlunar
notkunarleiðbeiningum þessum að öðru leyti mun ógilda þessa takmörkuðu ábyrgð.
ÞESSI TAKMARKAÐA ÁBYRGÐ KEMUR Í STAÐINN FYRIR ALLAR AÐRAR BEINAR
OG ÓBEINAR ÁBYRGÐIR, Þ.M.T. ÓBEINA ÁBYRGÐ UM SÖLUHÆFI EÐA HÆFI TIL
ÁKVEÐINS TILGANGS. Engum einstaklingi eða aðila, þ.m.t. hvers kyns viðurkenndum
fulltrúa eða endursöluaðila framleiðanda, er heimilt að framlengja eða auka við þessa
takmörkuðu ábyrgð og hvers kyns tilraun til slíks er ekki framfylgjanleg gagnvart
framleiðanda.
H
EIMILDASKRÁ
Furman, S.: Removal of Implanted Hardware: PACE May 1991, Part I: 14:755
Byrd, C. L., Schwartz, S, Hedin, N.: Lead Extraction: Cardiology Clinics November
1992: 10 (4): 735-748
Epstein A. E., et al. Personal and Public Safety Issues Related to Arrhythmias That
May Affect Consciousness... A Medical/Scientific Statement From the AHA and
NASPE, May 10, 1994 Policy Conference
Wilkoff, B.L., et al. Seven Year Single Center Analytical Experience of Transvenous
Lead Extraction. NASPE Abstract, PACE April 1996
Berstein, A., Parsonnet, V.: Pacing Practices in the United States, NASPE Abstract,
PACE April 1996
Berstein, A., Parsonnet, V.: Pacing Practices in the United States (Updated), Heart
Web Abstract, June 1996
Helguera, M., Meierhenrich, R, Wilkoff, B., Morant, V., Tchou, P., Pinski, S., Cleveland
Clinical Foundation: Medium-Term Performance of the Endotak Lead, NASPE
Abstract, PACE April 1996
Byrd, C. L.: Extracting Chronically Implanted pacemaker Leads using the Spectranetics
Excimer Laser; Initial Clinical Experience: NASPE Abstract, PACE April 1996
Byrd, C. L.: Laser System Improves Success at Removing pacemaker Leads: NASPE
News Brief (Abstract #1687), PACE April 1996
Byrd, C. L.: Extraction of Telectronics 330-808 and 329-701 Leads, NASPE Abstract,
PACE April 1996
Smith, H. J., et. al.: Five-Year Experience with Intravascular Lead Extraction: PACE
1994:17:2016-2020
Safety and Efficacy Report on the 12 Fr Spectranetics Laser Sheath, FDA publication,
July 1998
®
Spectranetics
Laser Sheath (SLS
Óstöðluð tákn
Non-Pyrogenic
Sóttvarið
Lead Internal Diameter Range
Innri þvermálsstærðir þráða
Size
Stærð
Pin Gauge
Pinnavíddarmælir
eða
vegna
þess
að
ekki
er
®
) Instructions For Use
Kit Includes
Hvert sett samanstendur af
Clearing Stylet Outer Diameter
Ytra þvermál hreinsistings
Contents
Innihald
Coil Expander
Útvíkkari fyrir gorma
farið
eftir
46/94