All manuals and user guides at all-guides.com
2. Hefur vatn komist inn í dúkkuna skal fjarlægja það áður en leikið er meira með BABY born
dúkkunni eða eiginleikar hennar eru notaðir.
3. BABY born Magic Girl / Boy dúkkan hentar ekki sem hjálpartæki í sundi.
4. Ekki skal nota snyrtivörur á BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna.
8.
Ég kann að hreyfa mig meira. (Mynd 8)
Handleggir, fótlegir og höfuð BABY born Magic Girl / Boy dúkkunnar eru hreyfanleg. Axlar-
liðir snúast í 360° til að auðvelda að klæða dúkkuna í BABY born fötin og úr þeim.
9.
Ég kann að sofa. (Mynd 9)
Augu BABY born Magic Girl / Boy dúkkunnar lokast um leið og hún er lögð niður. BABY born
Magic Girl / Boy dúkkan sefur.
10. Ég get opnað eða lokað augunum.
BABY born Magic Girl/Boy hefur svefnaugu (sjá Nr. 9 „Ég get sofið"). Þegar töfrasnuðinu er
stungið í munn hennar, opnast augu hennar eða lokast. Ef snuðinu er snúið, opnar hún eða
lokar augunum.
Augnmyndir á snuðinu:
10.1 - Ef myndin sýnir „opin augu" efst, opnast augun.
10.2 - Ef myndin sýnir „lokuð augu" efst, lokast augun.
Þessi hlutur inniheldur segla sem eru óaðgengilegir börnum.
Öryggi viðskiptavina okkar er okkur mjög mikilvægt. Vinsamlega athugaðu að þessi hlutur
inniheldur einn eða fleiri segla.
Vinsamlega tryggðu að ekki sé hægt að gleypa eða anda að sér seglunum. Það getur gerst
ef seglar losna af hlutum eða verða aðgengilegir vegna skemmda.
Vinsamlega yfirfarðu hlutinn reglulega vegna skemmda og skiptu honum út ef nauðsynlegt
er. Haltu skemmdum hlut fjarri börnum.
Seglar sem draga hvor annan að sér innan mannslíkamans geta valdið alvarlegum innri
meiðslum. Þetta krefst tafarlausrar læknishjálpar!
Geymdu segla sem eru ávallt þar sem börn ná ekki til.
11. Leiðbeiningar um hreinsun: (Mynd 11)
Eingöngu fullorðnir skulu hreinsa dúkkuna!
Verður BABY born Magic Girl / Boy dúkkan ohrein er hægt að hreinsa hana að utanverðu
með rökum klút. Notkun volgs sápuvatns auðveldar þrifin.
Eftir bað og mat þarf að hreinsa slöngukerfi inni í BABY born Magic Girl / Boy dúkkunni
strax. Ef dúkkan er ekki hreinsuð geta leifar af baðvatni, sundlaugarvatni, sjó eða graut
valdið stíflu í slöngum og geymum inni í dúkkunni.
Er dúkkan notuð yfir lengri tíma án þess að vera hreinsuð er hætta á myndun myglu.
Til að hreinsa BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna rétt skal fylla pelann með volgu vatni
og mildum uppþvottalegi og setja túttuna hálfa leið upp í munn á dúkkunni og skal hún vísa
niður (færist hún alla leið færi uppvottablandan í vitlausan geym). Þegar pelinn er tómur skal
hrista BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna kröftuglega til að leifarnar inni í henni losna.
Síðan skal setja BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna á koppinn og þrýsta lengi á naflann til
að hún tæmist alveg.
Endurtakið þetta ferli nokkrum sinnum og skolið a.m.k. tvisvar með hreinu vatni. Í síðustu
skolun ættu engar leifar finnast í skolvatni. Látið BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna sitja á
koppnum eftir hreinsun í u.þ.b. 15 mínútur í viðbót til að ganga úr skugga um að allt vatnið sé
farið úr kerfinu.
Mikilvægt:
Til að koma í veg fyrir myndun myglusvepps skal skola einu sinni með edikvatni að loknu
hreinsun með uppþvottalegi. Til þess skal bæta nokkrum dropum af matarediki í volgt vatn
og framkvæma skolunina sem lýst er hér að framan. Að lokum skal skola a.m.k. tvisvar með
hreinu vatni.
84