7. Þegar búið er að setja skífuhúsið inn
í mótorumgjörðina, snúið
skífuhúsinu þangað til það fellur á
sinn stað. Þegar það er á réttum
stað er ekki hægt að snúa því frekar.
8. Festið framhliðina á
mótorumgjörðina. Gætið þess að
tölurnar á stillingarhringnum séu á
efri hluta framhliðarinnar. Notið
fingurna til að festa skrúfurnar
með því að snúa þeim réttsælis.
Skrúfið til skiptis og haldið jöfnum,
festið ekki aðra skrúfuna algjörlega
áður en hin er fest.
Umhirða og þrif
9. Þegar búið er að festa báðar
skrúfurnar með fingrunum, notið
venjulegt skrúfjárn til að festa
þær fullkomlega.
10.Setjið kvörnina í upprétta stöðu.
Hún er núna tilbúin til notkunar.
Stilling á mölunarskífum vegna slits
Mölunarskífurnar eru úr hágæða,
ryðfríu stáli og eru einstaklega
endingargóðar. Við mikla notkun
getur reynst nauðsynlegt að stilla
skífurnar af til að koma til móts við slit
á þeim. Ef mölunin, sérstaklega fyrir
expressó kaffi, er ekki eins fín og áður
er líklegt að endurstilla þurfi skífurnar.
Vinsamlegast skoðið „Stilling á
mölunarskífum" á bls. 11 fyrir
upplýsingar um hvernig á að stilla
skífurnar til að fá fram mesta fínleika
við mölun.
16