KitchenAid ARTISAN 5KCG100 Manual De Instrucciones página 235

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 104
Tengsl á milli mölunar og bragðs
Kaffibragðið veltur á mörgum þáttum,
svo sem gæðum, ferskleika, brennslu
baunanna, hreinleika vatnsins sem
notað er, hversu hrein tækin til
uppáhellingar eru, og hitastigsins fyrir
uppáhellingu. Fínleiki mölunarinnar
og frávik í kornastærð eru einnig
mikilvægir þættir.
Ef kaffið er of fínmalað fyrir tiltekna
aðferð við kaffigerð, t.d. það
að nota of fínmalað kaffi í
sjálfvirka kaffivél, fer of
mikið af olíum og ilmefnum í
vatnið og kaffið sjálft verður
lyktarmikið og rammt. Að
sama skapi er kaffi sem er
of grófmalað fyrir tiltekna
kaffigerð með of lítið af
olíum og ilmefnum í
kaffinu og niðurstaðan verður þunnt
og bragðdauft kaffi. Ef réttur
grófleiki er notaður er hægt að auka
við kaffikornamagnið og gera kaffið
þannig bragðmeira án þess að gera
það rammt.
Jöfn mölun er einnig mikilvægur
þáttur í bragðinu – og úrslitavaldur
þegar gott expressó er lagað. Ef
mölunin er jöfn eru leysanleg efni
unnin jafnt úr hverju korni. Ef kornin
eru eru misstór er of mikið unnið úr
sumum og of lítið úr öðrum, og það
leiðir til lítilla gæða. Það kemur ekki á
óvart að návæmni við mölun er
skylda ef laga á gott expressó sem er
lagað með vatni nálægt suðupuntki
við þrýsting upp á 9 bör.
Gæði malaðs kaffis tengist beint
tegund kvarnarinnar sem notuð er.
Háhraðakvarnir með litlum
mölunarskífum geta að jafnaði
ekki skapað þann fínleika eða
stöðugleika í mölun sem
nauðsynlegt er að hafa við gerð
hins besta expressó. Slíkar
kvarnir hita baunirnar um of
við mölun og það veldur því
að bragð og lykt glatast.
Artisan
með tvær stórar mölunarskífur sem
mala kaffið af mikilli nákvæmni. Hita
vegna núnings er haldið í lágmarki
með notkun á tannhjólakerfi sem
hægir á skífunum og jöfn kornastærð
er tryggð með spíralhjóli sem flytur
baunir að skífunum á réttum hraða.
Niðurstaðan er afburða mölun sem
gerir kaffi og expressó eins gott og
það mögulega getur orðið.
13
®
Kaffikvörnin er
loading