Anleitung_SE_1000_digital_SPK7:_
Einungis má tengja tæki við þetta tæki sem nota
sömu spennu og úttaksspenna rafstöðvarinnar.
Tengið aldrei rafstöðina við aðra rafrás
(innstungu).
Halda verður rafmagnsleiðslum til tengdra tækja
eins stuttum og hægt er.
5.2 Umhverfisvernd
Skilið óhreinu viðhaldsefni og öðrum efnum sem
notuð eru á tækið til endurnotkunar á þar til gerða
sorpmótökustöð
Skilið einnig umbúðum, málmi og gerviefnum til
endurnotkunarstöðvar.
5.3 Jarðtenging
Til þess að leiða burtu stöðuspennu er nauðsynlegt
að jarðtengja tækishúsið. Til þess verður að tengja
einn enda rafmagnsleiðslu á hlið rafalsins ( mynd 2 /
staða 8) og hinn endann við utanaðkomandi jörð (eins
og til dæmis jarðtengingarstöng).
5.4 fyllið á bensín
Skrúfið bensínlokið (mynd 1 / staða 2) af og fyllið á
blýlausu bensín en þó aldrei meira en 2.7 l. Passið
ávallt að eldneytisgeymirinn yfirfyllist ekki og að
bensín leki út. Þurrkið allt bensín sem sullast hefur og
bíið þar til að allar bensínrestar hafa gufað upp
(eldhætta). Lokið bensínlokinu aftur.
5.5 Fyllt á olíu
Fjarlægið mótorhlífina (myndir 6a-6b / staða 5) með
skrúfjárninu: Opnið olíuáfyllingaskrúfuna (mynd 8 /
staða F) og fyllið um það bil 0,25 l af mótorolíu
(15W40) með meðfylgjandi olíukönnu (mynd 3 / staða
21) upp að efri merking olíukvarða (mynd 7 / staða D).
Varúð! Fylla verður á olíu og eldsneyti áður en að
tækið er tekið til notkunar.
6. Notkun
Yfirfarið stöðu eldsneytis og fyllið á ef þörf er á.
Gangið úr skugga um að það sé nægilega vel
loftað um tækið.
Gangið úr skugga um að kertaþráðurinn sé
tengdur við kertið
Yfirfarið svæðið í kringum rafstöðina
Aftengið tæki sem tengd eru við rafstöðina
6.1 Mótor gangsettur
Varúð! Notið hvorki kemíska gangsetningarúða né
háeldfim efni eða þessháttar.
Setjið loftskrúfu bensínloksins í stellinguna „ON"
(mynd 4 / staða A).
05.05.2011
10:21 Uhr
Seite 93
Opnið fyrir eldsneytiskranann (mynd 5 / staða 3);
til þess verður að snúa krananum til hliðar.
Setjið höfuðrofann (mynd 2 / staða 7) í stillinguna
„I".
Setjið innsogið (mynd 1 / staða 16) í stillinguna
„Choke".
Gangsetjið mótorinn með
gangsetningarþræðinum (mynd 1 / staða 4); til
þess verður að toga kröftuglega í haldfangið, ef
að mótorinn fer ekki í gang verður að reyna að
nýju. Varúð! Dragið gangsetningarþráðinn ávallt
fyrst varlega út þar til að mótstaða er að finna
áður en að gangsetning er reynd. Látið
gangsetningarþráðinn ávallt varlega til baka, látið
hann ekki hrökkva sjálfkrafa til baka.
Eftir að mótor tækisins er kominn í gang og hann
búinn að ganga smá stund (um það bil 15-30
sekúndur) verður að setja innsogið (mynd 1 /
staða 16) aftur til baka.
6.2 Orkusparnaðarstilling
Setjið Econ-rofann (mynd 2 / staða 9) í
stillinguna „I":
Nú er snúningshraða mótor stjórnað sjálfkrafa eftir því
afli sem að hann þarf að skila. Þannig er þetta tæki
mjög lágvært og sparneytið í rekstri.
Setjið Econ-rofann (mynd 2 / stað 9) á „0":
Nú snýst mótorinn standslaust á hámarks
snúningshraða.
6.3 Rafstöðin notuð
Setjið þau 230V~ tæki sem að rafstöðin á að
knýja á í samband við innstunguna (mynd 2 /
staða 10).
Varúð! Þessa innstungu má leggja á (S1) að
hámarki 900W í stutta stund eða (S2) í hámark 2
mínútur með 1000W.
Þau 12V jafnstraumstæki sem nota á verður að
tengja með millileiðslunni (mynd 3 / staða 20) við
12V d.c. tenginguna (mynd 2 / staða 12).
Varúð! Hámarks álag á 12-V tenginguna eru
70W.
Varúð! 12-V tenginguna má einungis nota þegar
að Econ-rofinn er í stillingunni „0".
Bannað er að tengja rafstöðina við heimilisrafrás.
Við að getur rafstöðin orðið fyrir skaða.
Tilmæli: Sum rafmagnstæki (mótorsagir, borvélar og
þessháttar) geta haft hærri straumþörf á meðan að
unnið er undir mikli álagi. Athugið vinsamlegast að
fara eftir þeim hámarks álagsgildum sem gefin eru
upp og fara ekki yfir þau.
IS
93