ÁBYRGÐARSKILMÁLAR KITCHENAID
(„ÁBYRGÐ")
Gildir fyrir Stóra-Bretland - Írland - Suður-Afríku - Sameinuðu arabísku furstadæmin
KitchenAid Europa, Inc., Nijverheidslaan 3, Box 5, 1853 Strombeek-Bever, Belgíu („ábyrgðaraðili") veitir lokakaupanda, sem er
neytandi, ábyrgð samkvæmt eftirfarandi skilmálum.
FYRIR BRETLAND:
Ábyrgðin er viðbót við lögbundin ábyrgðaréttindi lokakaupanda gagnvart seljanda vörunnar og hefur engar takmarkanir eða áhrif á
þau. Í stuttu máli segir Consumers Rights Act 2015 (löggjöf um réttindi neytenda) að vörur verði að vera í samræmi við lýsingu þeirra,
hæfar fyrir tilgang sinn og af fullnægjandi gæðum. Á væntanlegum endingartíma vörunnar þinnar áttu lagalegan rétt á eftirfarandi:
-
Allt að 30 dögum frá kaupum: ef varan er gölluð geturðu fengið endurgreitt samstundis.
-
Allt að sex mánuðum frá kaupum: ef ekki er hægt að gera við vöruna þína eða skipta henni út áttu rétt á fullri endurgreiðslu í
flestum tilfellum.
-
Allt að sex árum frá kaupum: ef varan þín endist ekki í hæfilegan tíma gætirðu átt rétt á einhverri endurgreiðslu.
Þessi réttindi eru háð ákveðnum undantekningum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á vefsíðu Neytendastofunnar á
www.neytendastofa.is eða með því að hringja í 510 1100.
FYRIR ÍRLAND:
Ábyrgðin er viðbót við lögbundin ábyrgðaréttindi lokakaupanda gagnvart seljanda vörunnar og hefur engar takmarkanir eða áhrif á þau
samkvæmt evrópskum lögum (ákveðnum ákvæðum í reglugerðum um sölu neysluvara og tengdra ábyrgða (S.I. nr. 11/2003)) og
öðrum löggjöfum sem varða sölu á neysluvörum.
FYRIR SUÐUR-AFRÍKU:
Ábyrgðin er viðbót við lögbundin ábyrgðaréttindi lokakaupanda gagnvart seljanda vörunnar og hefur engar takmarkanir eða áhrif á
þau. Í stuttu máli segir Consumer Protection Act, 2008 að varan verði að vera: (i) hæf fyrir ætlaðan tilgang sinn; (ii) í góðu starfhæfu
ástandi, af góðum gæðum og gallalaus; (iii) nothæf og endingargóð í hæfilegan tíma með tilliti til eðlilegrar notkunar og
kringumstæðna; og (iv) í samræmi við alla viðeigandi staðla eða aðrar opinberar reglugerðir.
Á væntanlegum endingartíma vörunnar þinnar, og ef varan er ekki keypt á netinu, áttu lagalega rétt á eftirfarandi:
-
Þú átt rétt á fullri endurgreiðslu ef þú gast ekki skoðað vöruna fyrir afhendingu og ef þú hafnaðir afhendingu vörunnar vegna þess
að gerð hennar og gæði voru ekki eins og búist var við eða uppfylltu ekki efnislýsingu upp að hæfilegu marki.
-
Innan 5 virkra daga frá afhendingu: þú átt rétt á að hætta við kaupin og biðja um endurgreiðslu ef þú keyptir vöruna beint frá
söluaðila.
-
Innan 10 virkra daga frá afhendingu: þú átt rétt á fullri endurgreiðslu ef í ljós kemur að varan var ekki hæf fyrir tilgang sem
ábyrgðaraðili hafði lýst yfir.
-
Innan 15 virkra daga frá afhendingu: þú átt rétt á endurgreiðslu ef: (i) þú fékkst vöruna ekki afhenda; eða (ii) ef þú skilaðir vörunni til
ábyrgðaraðila.
-
Innan 6 mánaða frá afhendingu: þú átt rétt á endurgreiðslu eða nýrri vöru ef varan er gölluð eða virkar ekki samkvæmt tæknilýsingu
sinni.
Ef þú kaupir vöru á netinu eru lagaleg réttindi þín vernduð af Electronic Communications and Transactions Act, 2002 og þú átt rétt á
eftirfarandi:
-
Innan 7 daga frá viðskiptunum eða eftir afhendingu: þú mátt hætta við kaupin án ástæðu og án refsingar.
-
Innan 30 daga frá því að hætt var við viðskiptin: þú átt rétt á að fá endurgreiðslu ef þú hafðir þegar greitt fyrir vöruna.
-
Þú berð eingöngu ábyrgð á beinum kostnaði við að skila vörunni aftur til ábyrgðaraðila.
FYRIR SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN:
Ábyrgðin er viðbót við lögbundin ábyrgðaréttindi lokakaupanda gagnvart seljanda vörunnar og hefur engar takmarkanir eða áhrif á
þau.
1. UMFANG OG SKILMÁLAR ÁBYRGÐARINNAR
a) Ábyrgðaraðili veitir ábyrgð á vörunum sem eru taldar upp í hluta 1.b) sem neytandi hefur keypt frá seljanda eða fyrirtæki frá
KitchenAid-samsteypunni í landi innan evrópska efnahagssvæðisins, eða í eftirfarandi löndum: Stóra-Bretlandi, Írlandi, Suður-
Afríku eða Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
b) Ábyrgðartímabilið fer eftir vörunni sem er keypt og er sem hér segir:
5K45SS, 5KSM45, 5KSM95PS Full ábyrgð í tvö ár frá kaupdegi.
5KSM100 series Full ábyrgð í fimm ár frá kaupdegi.
c) Ábyrgðartímabilið hefst á kaupdegi, þ.e. daginn sem kaupandi keypti vöruna frá söluaðila eða fyrirtæki frá KitchenAid-
samsteypunni.
d) Ábyrgðin tryggir að varan skuli vera gallalaus.
133