Mikilvægar upplýsingar
VIÐVÖRUN
• Vagninum lagt, hann brotinn saman og settur í geymslu
• Setjið vagninn alltaf í bremsu þegar hann er kyrrstæður.
• Vagninn á alltaf að vera í bremsu þegar barninu er lyft í og úr vagninum.
• Leggið vagninum aldrei í brekku eða á ósléttum fleti.
• Takið barnið alltaf úr vagninum áður en hann er brotinn saman.
• Gætið þess að börn séu í öruggri fjarlægð frá hreyfanlegum hlutum þegar stillingum
vagnsins er breytt.
• Þegar vagninn er ekki í notkun skal geyma hann þar sem börn ná ekki til.
• Dekkin geta skilið eftir bletti á PVC-gólfdúkum eða öðru plastefni. Setjið alltaf hlífar
undir hjólin þegar vagninn er látinn standa á viðkvæmum flötum.
•
• Umhirða, viðhald og varahlutir
• Fylgið leiðbeiningum um umhirðu og viðhald.
• Ekki má nota vöruna ef einhver hluti hennar er í ólagi eða skemmdur.
• Gangið úr skugga um að búið sé að festa alla rennilása og smellur tryggilega fyrir
notkun.
• Notið eingöngu upprunalega varahluti frá framleiðanda eða varahluti sem fram-
leiðandi viðurkennir.
• Ekki má nota fylgihluti eða varahluti sem framleiðandi viðurkennir ekki.
• Loftfylltu dekkin kunna að innihalda fjölarómatísk vetniskolefni í skömmtuðu mag-
ni. Farið varlega með dekkin og látið eingöngu fagmenn sjá um að gera við eða
skipta um dekkin og slöngur í þeim. Leyfið börnum aldrei að leika sér með vagninn
eða dekkin.
•
• Almennar upplýsingar
• Öryggisleiðbeiningarnar og tilmælin í þessum leiðarvísi geta ekki náð utan um öll
möguleg skilyrði og ófyrirsjáanlegar aðstæður sem geta komið upp. Tekið skal fram
að almennt hyggjuvit, varúð og varfærni eru þættir sem geta ekki verið innbyggðir
í vöru. Þessir þættir eru á ábyrgð þess eða þeirra sem sjá um og nota barnavagninn.
Það er mikilvægt að allir sem nota barnavagninn og fylgihlutina skilji leiðbeining-
arnar og fari eftir þeim. Allir sem nota barnavagninn verða að fá leiðbeiningar um
notkun hans, jafnvel þótt viðkomandi muni aðeins nota vagninn í stuttan tíma. Sjá
verður til þess að allir notendur búi yfir nauðsynlegri líkamsgetu og reynslu til þess
að geta notað vöruna.
256
NXT 2in1 v1.0