Mikilvægar upplýsingar
VIÐVÖRUN
• Ef einhver hluti þessa leiðarvísis er óljós eða þarfnast frekari skýringa skal hafa sam-
band við viðurkenndan söluaðila Emmaljunga sem veitir þá frekari aðstoð.
• Ekki má breyta þessari vöru með neinum hætti þar sem það getur stefnt öryggi
barnsins í hættu. Framleiðandinn ber EKKI ábyrgð á breytingum sem gerðar eru á
vörunni.
• Ekki má setja hluti á skerminn. Notið vagninn aldrei án skermsins.
• Ekki má aka með önnur börn eða poka á þessari kerru.
• Vagninn er eingöngu ætlaður til að flytja barnið á milli staða. Alls ekki má nota vag-
ninn sem rúm fyrir barnið.
• Ekki má standa eða sitja á fótaskemlinum. Aðeins má nota fótaskemilinn sem stoð
fyrir fótleggi og fætur eins (1) barns. Önnur notkun getur haft alvarleg slys í för með
sér. Hámarksþyngd fyrir fótaskemilinn er 3 kg.
• Öll þyngd sem er sett á vagninn (t.d. á handfangið, bakið eða á hliðarnar) hefur áhrif
á stöðugleika hans. Notið ekki fylgihluti sem framleiðandi viðurkennir ekki.
• Ekki má bæta dýnum í vagninn. Notið eingöngu upprunalegu Emmaljunga-dýnuna
sem fylgir með vörunni.
• Hlutir í innkaupakörfunni mega ekki standa út fyrir hliðarnar því þá geta þeir flækst í
hjólunum.
• EKKI má nota kerrustykkið eða vagnstykkið sem bílstól.
• Ef bílstólar eru notaðir á grindinni koma þeir ekki í staðinn fyrir burðarrúm eða rúm.
Ef barnið þarf að sofa skal leggja það á viðeigandi stað eins og burðarrúm eða rúm.
• Aldrei skal draga vagninn/kerruna með snúningshjólin að framan fyrir aftan sig.
Vagninn/kerran getur snúist af sjálfu sér, sem getur stefnt öryggi í hættu ef ekki er
sýnd aðgát.
• Alls ekki má fara með vagninn upp eða niður tröppur. Notið alltaf lyftur til að fara á
milli hæða. Ef ekki verður hjá því komist að fara upp eða niður stiga skal gæta þess
að taka barnið úr vagninum og sjá til þess að ekkert barn sé í vagninum eða nálægt
honum á meðan.
• Alls ekki má fara með vagninn í rúllustiga.
• Ekki má nota vöruna í miklum vindi eða þrumuveðri.
• Athugið að á lestar- eða neðanjarðarlestarstöðvum geta átt sér stað miklar og skyn-
dilegar breytingar á loftþrýstingi (vegna vinds eða sogs). Látið vagninn aldrei standa
nálægt lestarteinum nema að hafa báðar hendur á handfanginu þar sem bremsan
ein og sér nægir hugsanlega ekki til að halda vagninum á sínum stað.
• Farið ekki yfir lestarteina með barnið í vagninum. Hætta er á að hjólin festist!
• Við notkun í almenningssamgöngum (strætisvögnum, lestum o.s.frv.) nægir ekki
að nota eingöngu bremsuna á vagninum. Vagninn getur orðið fyrir álagi (við skyn-
dilega hemlun, beygjur og ójöfnur á vegi, hraðaaukningu o.s.frv.) sem hann hefur
ekki verið prófaður fyrir samkvæmt gildandi staðli EN1888. Fylgið í hvívetna þeim
tilmælum og leiðbeiningum um örugga festingu barnavagna sem rekstraraðilum í
almenningssamgöngum er skylt að láta í té.
• Ekki skal nota þessa vöru sem lækningatæki. Varan er hönnuð og smíðuð í samræmi
við staðalinn EN1888. Ef barnið hefur sérstakar læknisfræðilegar þarfir í tengslum
við flutning skal ráðfæra sig við lækni.
NXT 2in1 v1.0
IS
255