Það sem Philips Respironics mun gera: Ef vara uppfyllir ekki framangreinda
ábyrgð á gildandi ábyrgðartímabili mun Philips Respironics gera við vöruna,
skipta henni út eða endurgreiða upphaflegt kaupverð, að eigin vali Philips
Respironics. Philips Respironics má nota nýjar eða endurframleiddar
samsetningar, íhluti og hluti við viðgerðir og ný eða endurvottuð uppgerð
tæki þegar vörum er skipt út. Staða upprunalega ábyrgðartímabilsins gildir
um allar vörur eða íhluta vöru sem gert er við eða skipt er út samkvæmt
þessari ábyrgð.
Ábyrgðarfyrirvari; takmörkun bótaábyrgðar: AÐ UNDANSKILDU ÞVÍ
SEM FRAM KEMUR Í ÞESSARI TAKMÖRKUÐU ÁBYRGÐ BER PHILIPS
RESPIRONICS ENGA ÁBYRGÐ, BEINA, ÓBEINA, LÖGBOÐNA EÐA AÐRA,
AÐ ÞVÍ ER VARÐAR VÖRUNA, GÆÐI HENNAR EÐA AFKÖST. PHILIPS
RESPIRONICS HAFNAR SÉRSTAKLEGA ÓBEINNI ÁBYRGÐ Á SÖLUHÆFI OG
ÓBEINNI ÁBYRGÐ VEGNA HÆFIS TIL NOTKUNAR Í TILTEKNUM TILGANGI.
HEILDARBÓTAÁBYRGÐ PHILIPS RESPIRONICS VEGNA ÞEIRRA ÁBYRGÐA
SEM HÉR ERU VEITTAR VERÐUR EKKI UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM
HÆRRI EN UPPRUNALEGT KAUPVERÐ OG PHILIPS RESPIRONICS BER
EKKI BÓTASKYLDU VEGNA FJÁRHAGSLEGS TJÓNS, HAGNAÐARMISSIS,
ÓBEINS KOSTNAÐAR EÐA SÉRSTAKS, TILFALLANDI EÐA AFLEIDDS TJÓNS.
Viðgerð, skipti eða endurgreiðsla Philips Respironics á upphaflegu kaupverði
er eina úrræði kaupanda samkvæmt þessari ábyrgð.
Ábyrgð þessi veitir notanda sérstakan lagalegan rétt og mögulega annan
rétt sem er breytilegur milli ríkja. Sum ríki leyfa ekki útilokun og takmörkun á
tilfallandi eða afleiddu tjóni og því eiga útilokunin og takmarkanirnar hér að
ofan mögulega ekki við.
Hvernig skal hafa samband við ábyrgðarþjónustu: Sjúklingar skulu hafa
samband við vottaðan söluaðila Philips Respironics á viðkomandi svæði og
söluaðilar hafa samband við Respironics, Inc. á:
1001 Murry Ridge Lane
Murrysville, Pennsylvania 15668-8550 Bandaríkin
+1-724-387-4000
Deutschland
Gewerbestrasse 17
82211 Herrsching, Þýskaland
+49 8152 93060
240