Hraðaftengi
Hraðaftengi er á beygjustykkinu. Togið í
hraðaftengið til að losa það frá beygjustykkinu
og slöngunum.
Gríman fjarlægð
Til að stilling grímunnar haldist óbreytt skal
gríman fjarlægð með því að grípa um púðann
og toga hann í átt frá nefinu. Togið svo púðann
og grímuna upp og af höfðinu.
5 Umhirða grímunnar
Leiðbeiningar um hreinsun
Varúð:
• Ef vikið er frá þessum leiðbeiningum getur það haft áhrif á virkni vörunnar.
• Ekki má nota klór, alkóhól, hreinsivökva sem innihalda klór eða alkóhól
eða hreinsivökva sem innihalda mýkingarefni eða rakagefandi efni.
• Ekki setja höfuðfestinguna eða hlífarnar í þurrkara.
Handþvoið púða, umgjörð, beygjustykki og hraðaftengið daglega. Handþvoið
höfuðfestinguna og hlífarnar vikulega, eða eftir þörfum.
1. Takið grímuna í sundur (sjá hlutann Gríman tekin í sundur).
2. Leitið eftir skemmdum eða sliti á allri grímunni (sprungum, rifum o.s.frv.).
Fleygið og skiptið um hluta eins og þörf krefur.
3. Setjið grímuna á kaf í volgt vatn (27-32°C) með uppþvottalegi og
handþvoið.
Athugið: Gætið þess að engar loftbólur séu til staðar í grímunni meðan hún
er á kafi.
4. Skolið vandlega.
5. Leggið höfuðfestinguna og hlífarnar flatar eða látið þorna á snúru. Gætið
þess að öll gríman sé þurr áður en hún er notuð.
233