Leiðbeiningar fyrir uppþvottavél
Varúð:
• Notið aðeins milda fljótandi sápu til að þvo grímuna.
• Ekki má nota þurrkunarkerfi með hita.
• Ekki má nota klór, alkóhól, hreinsivökva sem innihalda klór eða alkóhól
eða hreinsivökva sem innihalda mýkingarefni eða rakagefandi efni.
Auk handþvottar er óhætt að þvo grímuna í uppþvottavél einu sinni í viku.
1. Fjarlægið höfuðfestinguna og hlífarnar. Ekki má þvo þessa hluta í
uppþvottavél.
2. Takið grímuna í sundur (sjá hlutann Gríman tekin í sundur).
3. Þvoið grímuna í efstu hillu uppþvottavélarinnar.
4. Loftþurrkið. Gætið þess að gríman sé þurr áður en hún er notuð.
6 Gríman sett saman og gríman tekin í sundur
Gríman sett saman
1. Látið þríhyrningana á púðanum og grímuumgjörðinni mætast. Þrýstið
púðanum inn í umgjörðina þar til hann smellur á sinn stað.
Athugið: Endi púðans og opið á grímuumgjörðinni eru D-laga. Endi púðans
ætti að passa á umgjörðina.
2. Stingið beygjustykkinu inn efst á grímuumgjörðinni.
3. Þrýstið hraðaftenginu ofan á beygjustykkið þar til það smellur á sinn stað.
4. Vefjið hlífunum um grímuumgjörðina og ýtið borðunum saman.
Athugið: Saumarnir á hlífunum ættu að liggja utan á umgjörðinni.
9
M
10
M
234
9
10