AUKABÚNAÐUR
Leiðarakerfi
2 leiðarabraut 600 mm
1 stk. leiðaratenging
AUKABÚNAÐARPAKKI I (EKKI INNIFALIÐ)
2 stk. þvingur
1 stk. leiðaratenging
1 stk. Bakslagsöryggi (stöðvun)
Uppsetning leiðarans (mynd 9.1, 9.2)
Með leiðarabrautunum (A) er hægt að tryggja hreina, nák-
væma skurði og yfirborð efnisins er varið fyrir skemmdum.
Þegar sagað er með leiðarabrautinni er sögunardýptin 4
mm grynnri en segir til um á kvarða vélarinnar.
Til öryggis er hægt að festa leiðarabrautina með þvingum
(B).
Bakslagsöryggið (D) tryggir að vélinni sé stýrt örugglega þe-
gar sagað er niður í efnið.
Með leiðaratengingunni (F) er hægt að tengja saman 2
leiðarabrautir og hægt er að fá langa, nákvæma skurði.
Hægt er að stilla hlaupið á tengingunni á leiðaranum með
tveimur stilliskrúfum (E).
Með aukabúnaðinum sem er í boði er hægt að saga geirs-
kurði, vinkilskurði og aðra samsetningarskurði.
Áður en sögin er notuð í fyrsta skipti á leiðarabrautinni
sem er valkostur þarf að stilla hana til að hún færist eftir
leiðarabrautinni með sem minnstu hliðarskriði og til þess
eru stillanlegir kambar (mynd 9.1 „E") settir á.
1. Setjið sögina á leiðarabrautina.
2. Snúið kömbunum (mynd 9.1.„E") rangsælis þar til þeir
eru fastir. Snúið þeim síðan varlega réttsælis til að leyfa
örlítið hlaup. Meðan haldið er við valskífuna á réttum
stað eru þær festar með því að skrúfa festiskrúfuna í
miðjunni á hverjum kambi (með 5 mm sexkantslykli sem
fylgir með vélinni)
3. Færið sögina eftir leiðarabrautinni fram og aftur og gan-
gið úr skugga um að hún renni hnökralaust. Stillið aftur
eftir þörfum.
4. Ef til vill þarf að stilla aftur síðar eftir því hvernig sögin
er notuð.
Aðvörun!
Tryggið efnið sem sagað er í vandlega svo það geti ekki runnið
til.
Ýtið vélinni alltaf áfram, dragið hana aldrei að ykkur.
SÖGUN
1 Setjið sögina á leiðarabrautina.
2 Kveikið á vélinni.
3 Ýtið söginni hægt niður í sögunardýptina sem stillt var á
og færið hana áfram eftir brautinni með jöfnum hraða.
SAGAÐ MEÐ HJÓLSÖGINNI:
Sögun:
1 Leggiði sögina á leiðarabrautina á merkta staðinn.
2 Festið bakslagstrygginguna eða stoppið (aukabúnaður
sem fylgir ekki) á aftari og fremri skurðarpunkti leiða-
rabrautarinnar.
3 Kveikið á vélinni.
4 Ýtið söginni hægt niður í sögunardýptina sem stillt var
á og færið hana áfram eftir brautinni með jöfnum hraða
að fremri skurðarpunktinum.
133