Anleitung TGS 1200_SPK7:_
IS
er snúð við! Gangið úr skugga um að festingin
festi borðið vel eftir að borðið er komið í þá
stöðu sem óskað er eftir!
5. Þrýstið sagarhöfði (17) niður með haldfanginu
(mynd 1 / staða 16) og togið samtímis út
festinguna (mynd 16 / staða 25) og sveigið henni
réttsælis um 90°.
Varúð! Vegna fjaðrar smellur sögin sjálfkrafa
uppávið þannig að ekki má losa haldið af
haldfanginu (mynd 1 / staða 16) undir eins
heldur verður að fylgja sagarhöfðinu (17)
varlega upp aftur með léttum mótþrýstingi.
6. Losið rónna (mynd 17 / staða 26) sem heldur
kloffleygnum (mynd 17 / staða 12) og sveigið
kloffleygnum uppávið og herðið þvínæst rónna
aftur (mynd 18).
7. Hengið upp sagskúffuna á báðum festingunum
(mynd 19) og festið hana þvínæst með
sexkantinum með því að snúa skrúfunum um 90°
(mynd 20).
8. Tengið þar til gerðan ryksugubarka við
ryksugubarkatenginguna (mynd 21 / staða 27)
eða tengið rykpokann (1) sem með fylgir.
9. Stýrilistarnir (mund 22 / staða 18) mega ekki
standa lengra en 5mm frá skurðarsvæðinu og
verða því ef til vill að vera stilltir aftur. Til þess
verður að losa skrúfurnar, renna stýrilistunum til
og herða svo aftur skrúfurnar (mynd 22).
Sagarblaðið (4) má ekki snerta stýrilistana.
Stýrilistarnir notast upp og skipta verðu um þá ef
þeir eru orðnir slitnir eða skemmdir. Slitnir eða
skemmdir stýrilistar auka slysahættu notanda!
7.2.2 Öryggisatriði bakka- og geirskurðarsagar
Sagarblaðshlíf (mynd 1 / staða 15)
Sagarblaðshlífin er í tveimur hlutum og þjónar hún
þeim tilgangi að koma í veg fyrir snertingu við
sagarblaðið og til þess að spænir, flísar og þessháttar
kastist ekki úr sagarblaðinu. Báðir hlutar hlífarinnar
verða að geta runnið sjálfkrafa í upphafsstöðuna. Ef
sagarhöfuðið (17) er uppi verður sagarblaðinu að
vera hlíft allan hringinn.
Festing hæðar (mynd 23)
Festing hæðarstillingar kemur í veg fyrir að
sagarhöfðinu sé hallað niður óviljandi. Til að losa um
festinguna verður að þrýsta á hnappinn (mynd 23 /
staða 29), toga fram haldfangið (mynd 23 / staða 16)
og toga sagarhöfuðið varlega niðurávið.
138
18.06.2007
10:46 Uhr
Seite 138
Varúð! Vegna fjaðrar smellur sögin sjálfkrafa
uppávið þannig að ekki má losa haldið af
haldfanginu (mynd 23 / staða 16) undir eins
heldur verður að fylgja sagahöfðinu (17) varlega
upp aftur með léttum mótþrýstingi.
7.2.3 Notkun sem bakka- og geirskurðarsög
A. Bakkaskurður 0° og snúningsborð 0° (mynd
24)
Gangsetjið sögina (sjá punkt 7.1)
Varúð! Leggið verkstykkið þétt niður á
sagarborðið og þrýstið því að stýrilistunum!
Bíðið eftir að sagarblaðið (4) er búið að ná
hámarks snúningshraða eftir að búið er að
gangsetja sögina.
Losið hæðarlæsinguna (sjá punkt 7.2.2) og
þrýstið sagarhöfðinu (17) með jöfnum þrýstingi
niðurávið í gegnum verkstykkið.
Setjið sagarhöfuðið aftur í upphasstöðuna eftir að
búið er að saga í gegnum verkstykkið og slökkvið
á söginni.
Varúð! Vegna fjaðrar smellur sögin sjálfkrafa
uppávið þannig að ekki má losa haldið af
haldfanginu (mynd 23 / staða 16) undir eins
heldur verður að fylgja sagahöfðinu (17)
varlega upp aftur með léttum mótþrýstingi.
B. Bakkaskurður 0° og snúningsborð 0° - 45°
(mynd 25 – 27)
Ef að sögin er notuð sem bakka- og geirskurðarsög er
hægt að saga með snúningi til hægri og vinstri frá 0°
til 45°.
Losið snúningsborðið (19) með festingunni (mynd
25 / staða 30).
Snúið borðinu eins og óskað er eftir með
haldfanginu (16). Snúningurinn er lesin á
gráðuvísinum (mynd 26 / staða 31) á
gráðukvarðanum (mynd 26 / staða 32). Sögin
smellur inn sjálfkrafa á -45°, 0° og +45°.
Festið aftur snúningsborðið með festingunni.
Sagið nú eins og lýst er í A (mynd 27).
C. Geirskurður 0° - 45° og snúningsborð 0°
(myndir 28 – 29)
Ef sögin er notuð sem bakka- og geirskurðarsög er
hægt að saga geirskurði með vinstrihalla frá 0° til 45°.
Setjið sagarhöfuð (17) upp í upphafsstellinguna.
Snúið snúningsborðinu (19) á 0°.
Losið hallafestinguna (mynd 28 / staða 3) og
hallið sagarhöfðinu til vinstri með haldfanginu
(mynd 29 / staða 16) þangað til vísirinn (mynd 28
/ staða 33) er á réttum gráðufjölda á kvarðanum