3M HF-800 Serie Manual Del Usuario página 36

Media máscara reutilizabte
Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 17
ATHUGIÐ
Framkvæmið prófun á undirþrýstingi í andlitsþétti til að
ganga úr skugga um að útöndunarlokinn virki rétt.
Skipt um innöndunarloka
Innöndunarlokinn er staðsettur inni í andlitshlífinni fyrir ofan
útöndunarlokann. Skoðið innöndunarlokann fyrir hverja
notkun öndunarhlífarinnar og þegar hún er þrifin. Skiptið um
þegar loki er skemmdur eða týndur.
1. Fjarlægið fyrirliggjandi loka með því að taka utan um
lokann/lokana og toga hann/þá af miðjustönginni.
2. Skiptið um lokann með því að stilla lokalegginn af við gatið
á miðju lokasætinu (mynd 9). Þrýstið lokastönginni í gegnum
opið á lokasætinu (mynd 10). Gangið úr skugga um að
lokinn/lokarnir séu fyllilega festir á lokastöngina og liggi flatir.
Fjarlægja/skipta um himnu í talbúnaði
Fjarlægja: Snúið himnu í talbúnaði fjórðung úr snúningi
rangsælis og ýtið himnunni inn í andlitshlífina. Setja upp:
Stillið himnuna í talbúnaðinum af í samræmi við leiðbeiningar
á andlitshlífinni og snúið henni fjórðung úr snúningi réttsælis.
HREINSUN OG SÓTTHREINSUN
Mælt er með hreinsun eftir hverja notkun.
Nota skal 3M™ 105 klútinn til að hreinsa andlitsþéttið á
öndunarhlífinni.
Fjarlægið síurnar.
Ef nauðsyn krefur er einnig hægt að fjarlægja höfuðspöngina,
hlíf útöndunarlokans, útöndunarlokann, innöndunarlokana og
himnu í talbúnaði (ef slíkt er til staðar).
Hreinsið hluta (að síum undanskildum) með því að setja þá á
kaf í heita hreinsilausn (hitastig vatns má ekki vera hærra en
50°C) og burstið með mjúkum bursta.
Bætið við hlutlausu hreinsiefni ef þörf krefur.
Hreinsið öndunargrímu með því að bera á hana fjórgreint
ammóníumhreinsiefni eða natríumhýpóklórið eða annað
sótthreinsiefni.
(30 ml / 7,5 l)
Skolið með hreinu, heitu vatni og látið þorna við stofuhita í
ómenguðu andrúmslofti.
Setjið hlutana ekki saman aftur fyrr en andlitshlífin er orðin
alveg þurr.
Gangið úr skugga um að tengisvæði hylkis/síu sé laust við
óhreinindi (mynd°1).
Notið tusku eða mjúkan bursta til að ná til þessa svæðis
og/eða færið andlitshlífina snögglega fram og aftur á meðan
henni er dýft í hreinsiefni.
Hægt er að nota þvottavél fyrir öndunarhlífar til að þrífa
öndunarhlífar af gerð°HF-800°.
Þvottavélar fyrir öndunarhlífar eru með grind sem er hönnuð
til að halda öndunarhlíf á réttum stað við þrif.
EKKI nota þvottavél, þar sem öndunarhlífarnar geta oltið um
þegar vélin er í gangi.
Það getur skemmt öndunarhlífina.
Vatnshiti skal ekki fara yfir 50°C.
VARÚÐ
Notið ekki hreinsiefni sem inniheldur lanólín eða aðrar olíur.
GEYMSLA OG FLUTNINGUR
Þessar vörur ætti að geyma í eigin umbúðum við þurr og
hrein skilyrði fjarri hitagjöfum og bensín- og leysiefnagufum.
Upprunalegar umbúðir henta til flutninga á vörunni um öll
Evrópusambandsríkin. Geymið í samræmi við leiðbeiningar
frá framleiðanda, sjá upplýsingar á umbúðunum.
[ Lokadagsetning geymslutíma
\ Hitasvið
` Hámarksrakastig
: Nafn og heimilisfang framleiðanda
J Fargið í samræmi við staðbundnar reglugerðir.
Hægt er að sjá framleiðsludagsetningu með því að skoða
dagsetningarklukkuna inni í andlitshlí nni. Sjá mynd 11. Innri
hlutinn sýnir árið og örin bendir á framleiðslumánuðinn í ytri
hlutanum. Dæmið sýnir 01/12/2019 - 31/12/2019. Samstæða
höfuðspangar og síuhaldarinn eru einnig merkt með
dagsetningarskífu sem sýnir framleiðslumánuð og -ár
TÆKNILÝSING
Öndunarhlífar
3M™ margnota hálfgríma með NPF 3M™ hálfgríma*
P1 agnasíum
P2 agnasíum
P3 agnasíum
Gas- og gufusíum í flokki 1
Gas- og gufusíum í flokki 2
Sérstökum/samsettum síum
Nafngildi varnarþáttar (NPF) - tala sem er leidd af
hámarkshlutfalli heildarleka inn á við sem heimilaður er í
viðeigandi Evrópustöðlum fyrir tiltekinn flokk öndunarhlífa.
Mörg lönd nota úthlutaða varnarþætti (Assigned Protection
Factor, eða APF). Dæmi: Úthlutaðir varnarþættir í Þýskalandi
eru á bilinu 30 til 400 og úthlutaðir varnarþættir í Bretlandi eru
á bilinu 10 til 40, allt eftir gerð vörunnar og flokkun.
Vinnuveitendur geta sótt um lægra gildi en uppgefið
NPF/APF, ef það telst eiga við.
Kynnið ykkur EN 529:2005 og staðbundnar leiðbeiningar um
vinnuvernd þegar þessi tölugildi eru höfð til hliðsjónar á
vinnustaðnum.
36
4 <Staðbundin P1 APF
hálfgríma ef NPF er ekki notað>
12 <Staðbundin P2 APF
hálfgríma ef NPF er ekki notað>
48 <Staðbundin P3 APF
hálfgríma ef NPF er ekki notað>
50 (eða 1000 ppm (0,1% af
rúmmáli) hvort sem er lægra)
<Staðbundin APF-hálfgríma fyrir
lofttegund 1 ef NPF er ekki
notað>
50 (eða 5000 ppm (0,5% af
rúmmáli) hvort sem er lægra)
<Staðbundin APF-hálfgríma fyrir
lofttegund 2 ef NPF er ekki
notað>
Hafið samband við 3M til að fá
nánari upplýsingar.
Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido