5KSMTHPS: Þessi aukabúnaður hefur verið samþykktur fyrir notkun með öllum 4,3 L
(4,5 Qt) og 4,7 L (5 Qt) KitchenAid hrærivélum með málmskálar.
5KSMBLPS: Þessi aukabúnaður hefur verið samþykktur fyrir notkun með öllum 4,7 L
(5 Qt)/5,2 L (5,5 Qt)/5,6 L (6 Qt)/6,6 L (7 Qt) KitchenAid hrærivélum með skálarlyftu
og skál úr ryðfríu stáli, fyrir utan módel númer 5KPM5, 5K5, 4KSM5, 5K5SS, 5KSM5,
5KSM50, 5KSM500, 5KSM6573, KG25, 3KSM5, 9KSM5, og 5KSM450.
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI
Við notkun raftækja ætti alltaf að fylgja grundvallaröryggisráðstöfunum. Lestu mikilvægu
öryggisatriðin í þessum leiðbeiningum sem fylgja með hrærivélinni þinni.
GEYMDU ÞESSAR LEIÐBEININGAR
NOTKUN VÖRUNNAR
1. Slökktu á hrærivélinni og taktu hana úr sambandi.
2. Festu skálina og flatan hrærara, deigkrók eða víraþeytara við hrærivélina.
Fyrir venjulegar hrærivélar: Festu skálina og flatan hrærara, deigkrók eða
víraþeytara við hrærivélina og látið mótorhausinn síga niður í læsta stöðu.
Fyrir hrærivélar með skálarlyftu: Festu flatan hrærara, deigkrók eða víraþeytara
við hrærivélina. Festu skálina og lyftu upp í læsta stöðu.
3. Settu hellivörnina á: Settu vörnina á skálinna þannig að mótorhausinn
hylji u-laga bilið á vörninni. Rennan til að hella verður hægra megin við
fylgihlutafestinguna þegar þú snýrð að hrærivélinni. Ýttu létt svo að vörnin
smellist föst á skálina.
4. Helltu hráefnunum í skálina í gegnum rennuna.
VARAN TEKIN Í SUNDUR
1. Slökktu á hrærivélinni og taktu hana úr sambandi.
2. Lyftu framhlutanum á hellivörninni af skálinni.
UMHIRÐA OG HREINSUN
1. Þvoðu hellivörnina upp úr volgu sápuvatni eða settu hana í efri grindina í
uppþvottavél.
53