Etac R82 Chilla Manual Del Usuario página 122

Öryggi
Merkingar, tákn og leiðbeiningar verða að vera til staðar, vera læsilegar og vel sýnilegar þar til endingartími
tækisins er liðinn. Ólæsilegar eða skemmdar merkingar, tákn eða leiðbeiningar skal strax skipta um eða
lagfæra. Fá má leiðbeiningar hjá næsta söluaðila.
Ef fylgikvillar koma fram sem rekja má til notkunar tækisins skal tilkynna slík tilvik tímanlega til næsta
söluaðila og lögbærra innlendra yfirvalda. Söluaðili áframsendir upplýsingar til framleiðanda
Umönnunaraðili
• Lesið notendahandbókina vandlega fyrir
notkun og geymið hana til síðari nota. Ef
þetta tæki er notað með röngum hætti getur
það valdið notanda alvarlegum meiðslum.
• Þegar lyfta þarf notanda skal ávallt nota réttar
aðferðir og hjálpartæki.
• Notandi má aldrei vera eftirlitslaus í tækinu.
Tryggja skal að umönnunaraðili sinni
stöðugu eftirliti.
• Aðeins má framkvæma viðgerðir/skipti
með nýjum varahlutum og tengjum frá
R82 og í samræmi við viðmiðunarreglur
og viðhaldstímabil sem söluaðili hefur gefið
fyrirmæli um.
• Aðeins þeir einstaklingar sem hafa lesið
notendahandbókina mega gera stillingar
og breytingar á tækinu og fylgihlutum þess.
• Ef vafi leikur á öryggi við notkun R82-tækisins
eða ef bilanir koma upp skal taka tækið
samstundis úr notkun og hafa tafarlaust
samband við söluaðila.
• Þegar þú stillir sætisvinkilinn skaltu halda
hendi á sætinu sem er fest á grindinni
til að tryggja að það hreyfist hægt.
• Þegar hreyfanlegir hlutar eru stilltir skal
gæta þess að líkamshlutar klemmist ekki
eða festist.
• Fyrir uppsetningu stoðtækja/fylgihluta skal
ganga úr skugga um að engin hætta sé
á meiðslum.
• Ýtið vörunni alltaf á hóflegum hraða.
Ekki hlaupa með vöruna.
• Upplýsingar um flutninga er að finna í skjalinu
„M1470 Flutningar í vélknúnum ökutækjum"
sem fylgir með tækinu.
• Upplýsingar um vegafærni má finna í skjalinu
M1450 „Vegafærni" sem fylgir tækinu.
• Upplýsingar um samsetningu stoðgrindar
og sætis, þ.m.t. hámarksálag í samsetningu,
má finna á: etac.com.
• Tækið inniheldur smáhluti sem gætu valdið
köfnunarhættu ef þeir eru fjarlægðir af
sínum stað.
Umhverfi
• Kannið yfirborðshita vörunnar áður
en notandinn er færður í stólinn. Þetta
á sérstaklega við ef notandi er með
skerta húðskynjun og finnur ekki fyrir hita.
Ef yfirborðshiti er yfir 41 °C skal leyfa tækinu
að kólna fyrir notkun.
EN IS
• Nota skal tækið á jafnsléttu þar sem engar
hindranir eru til staðar. Ef undirlag er sleipt
er erfiðara að stjórna tækinu.
• Við notkun í halla skal stuðst við mælingar.
Notandi
• Ef notandinn er nálægt hámarks
álagstakmarki og/eða hefur miklar ósjálfráðar
hreyfingar, t.d. er ruggandi, er ráðlegra að nota
stærra tæki með meiri hámarkshleðslu eða
aðra R82-vöru.
• Ekki setja fleiri en einn notanda í vöruna.
• Þegar skipt er á milli notenda skal þrífa vöruna
og sótthreinsa ef þess þarf. Framkvæmið
nauðsynlegar stillingar eftir hreinsun.
Tæki
• Lausir hlutar sem ekki þarf að nota verkfæri
á: Afturhjól og flestir fylgihlutir. Ef eitthvað
af þessu er fjarlægt hefur það neikvæð áhrif
á virkni tækisins.
• Framkvæmið allar stillingar á tækinu
og fylgihlutum þess og gangið úr skugga
um að allir hnúðar, skrúfur og sylgjur séu
tryggilega fest fyrir notkun. Geymið öll verkfæri
þar sem börn ná ekki til.
• Setjið hemlana á áður en notandi er settur
í stólinn.
• Tryggja skal að hjólin virki eðlilega og séu
örugg fyrir notkun.
• Upplýsingar um réttan dekkjaþrýsting
má finna á dekkjahlífunum eða í dekkjahluta
tæknilýsingarinnar.
• Ef gat kemur á dekk skal ekki nota vöruna
fyrr en úr því hefur verið bætt.
• Gangið úr skugga um að stöðugleiki vörunnar
geti ekki raskast áður en notandi sest í stólinn.
• Þegar fótskemillinn er nálægt gólfinu og
hjólunum geta hjólin hugsanlega ekki snúist.
• Fyrir notkun skal skoða tækið og alla fylgihluti
þess og skipta út slitnum hlutum.
• Ekki setja þrýsting á gasdemparana eða
útsetja þá fyrir háan hita. EKKI MÁ gera gat.
• Varan er samþykkt til flutninga í ökutækjum
samkvæmt ISO 7176-19. Nánari upplýsingar
er að finna í skjalinu „M1470 Flutningur í
vélknúnum ökutækjum" sem fylgir tækinu.
• Tækið er metið með tilliti til heildareinkunnar
aðlögunar öryggisbeltis í samræmi við
ISO 7176-19, viðauka D.
Einkunn fyrir: hve auðvelt er að staðsetja
þriggja punkta beltisfestingu.
Tækið fékk einkunnina „afbragð".
122
.
etac.com
loading