IS
Granítundirstaða
Leiðarvísir um
samsetningu og notkun
Lestu þennan leiðarvísi
vandlega til enda, einkum
öryggisleiðbeiningarnar.
Sé leiðbeiningunum ekki fylgt ge-
tur það leitt til líkamstjóns eða
tjóns á búnaðinum. Geymdu leið-
beiningarnar svo þú getir rifjað
þær upp síðar eða sýnt þær þriðja
aðila.
Öryggi þitt
Hafðu eftirfarandi öryg-
gisatriði í huga. Framle-
iðandinn er ekki ábyrgur
fyrir tjóni sem hlýst af því að fara
ekki eftir þeim.
Granítundirstaðan er ekki leik-
fang. Börn geta klemmt sig.
Granítundirstaðan má aldrei stan-
da uppreist án eftirlits. Ef hún fel-
lur getur hún valdið alvarlegu
líkamstjóni.
Notið aðeins sólhlífar með 15 kg
að hámarksþyngd með þessari
granítundirstöðu.
Notið aðeins miðstangarsólhlífar
með þessari granítundirstöðu.
Stinga verður stönginni að minn-
sta kosti 200 mm í undirstöðuna.
Hafðu í huga að vegna vindstyrks
og þvermáls sólhlífarinnar getur
þessi granítundirstaða reynst of
„létt".
Gættu þess að loka hlífinni í vindi.
24
Tilætluð notkun
Undirstaðan hentar fyrir regn-/
sólhlífar með stöng sem er að há-
marki 60 mm í þvermál.
Undirstaðan er eingöngu ætluð til
einkanota. Ekki skal nota hana í
atvinnuskyni.
Lestu leiðbeiningarnar vandle-
ga áður en þú notar granítundir-
stöðuna. Aðeins þannig er tryggt
að þú notir hana með réttum og
öruggum hætti.
Hafðu í huga að fylgja öllum
lögum og reglum sem við eiga í
því landi þar sem þú ert.
Hólkurinn settur saman
Þú þarft:
– skrúflykilinn sem fylgir
– 1 aðstoðarmaður
1. Reistu undirstöðuna við svo
hún standi upp á rönd.
Annar aðili þarf að halda við
undirstöðuna!
2. Smeygðu gúmmískinnuni 1,
skinnuni 2 og smelluhring-
num 3 yfir boltann 4.
3. Stingdu skrúfunni í geg-
num granítundirstöðuna (sjá
mynd A).
4. Smeygðu stóru gúmmískinnun-
ni 5 á efri hlið undirstöðunnar
yfir skrúfganginn á boltanum 4
(sjá mynd A).
5. Skrúfaðu skrúfganginn á stöngin-
ni 6 ofan á boltann 4 og hertu.
6. Hallaðu undirstöðunni varlega
niður aftur.