KitchenAid 5KSM2FPPC El Manual Del Proprietario página 120

FÖRGUN RAFBÚNAÐARÚRGANGS
FÖRGUN UMBÚÐAEFNIS
Umbúðaefnisins af ábyrgð og er merkt með endurvinnslutákninu
ýmsu hlutum umbúðaefnisins af ábyrgð og í fullri fylgni við reglugerðir staðaryfirvalda sem
stjórna förgun úrgangs.
ENDURVINNSLA VÖRUNNAR
-
Með því að tryggja að þessari vöru sé fargað á réttan hátt hjálpar þú til við að koma í veg
fyrir hugsanlegar neikvæðar afleiðingar fyrir umhverfið og heilsu manna, sem annars gætu
orsakast af óviðeigandi meðhöndlun við förgun þessarar vöru.
Fyrir ítarlegri upplýsingar um meðhöndlun, endurheimt og endurvinnslu þessarar vöru skaltu
vinsamlegast hafa samband við bæjarstjórnarskrifstofur í þínum
heimabæ, heimilissorpförgunarþjónustu eða verslunina þar sem þú keyptir vöruna.
SAMRÆMISYFIRLÝSING
FYRIR EVRÓPUSAMBANDIÐ
Þetta heimilistæki hefur verið hannað, smíðað og því dreift í fylgni við öryggiskröfur tilskipana
ESB: Low Voltage Directive 2014/35/EU (tilskipun um lágspennu 2014/35/EU),
Electromagnetic Compatibility Directive
2014/30/EU (tilskipun um rafsegulsamhæfi 2014/30/EU), Ecodesign Directive
2009/125/EC (tilskipun um umhverfisvæna hönnun 2009/125/EC), RoHS Directive 2011/65/EU
(RoHS tilskipun 2011/65/ESB) ásamt viðaukum.
ÁBYRGÐARSKILMÁLAR KITCHENAID
(„ÁBYRGÐ")
KitchenAid Europa, Inc., Nijverheidslaan 3, Box 5, 1853 Strombeek-Bever, Belgíu („ábyrgðaraðili") veitir lokakaupanda, sem er
neytandi, ábyrgð samkvæmt eftirfarandi skilmálum.
Ábyrgðin er viðbót við lögbundin ábyrgðaréttindi lokakaupanda gagnvart seljanda vörunnar og hefur engar takmarkanir eða áhrif á
þau. Í stuttu máli kemur fram í lögum nr. 48/2003 um neytendakaup að vörur verði að vera í því ástandi sem þeim er lýst, hæfar fyrir
tilgang sinn og af fullnægjandi gæðum. Ef í ljós kemur að varan er gölluð verður neytandi að tilkynna seljanda um gallann án óþarfa
tafa. Neytandi hefur aldrei skemmri tíma en tvo mánuði til að leggja fram kvörtun.
Lög númer 48/2003 um neytendakaup skýra einnig frá ákveðnum ráðstöfunum sem neytandi getur notað til að vernda rétt sinn, svo
sem:
-
Að halda aftur af greiðslu.
-
Val á milli leiðréttingar eða nýrrar afhendingar.
-
Beiðni um afslátt.
-
Beiðni um riftun.
-
Bótakröfur.
Þessi réttindi eru háð ákveðnum undantekningum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á vefsíðu Neytendastofunnar á
www.neytendastofa.is eða með því að hringja í 00354 510 1100.
1. UMFANG OG SKILMÁLAR ÁBYRGÐARINNAR
a) Ábyrgðaraðili veitir ábyrgð á vörunum sem eru taldar upp í hluta 1.b) sem neytandi hefur keypt frá seljanda eða fyrirtæki frá
KitchenAid-samsteypunni í landi innan evrópska efnahagssvæðisins, eða í Moldóvu, Svartfjallalandi, Rússlandi, Sviss eða
Tyrklandi.
b) Ábyrgðartímabilið fer eftir vörunni sem er keypt og er sem hér segir:
Full ábyrgð í tvö ár frá kaupdegi.
c) Ábyrgðartímabilið hefst á kaupdegi, þ.e. daginn sem kaupandi keypti vöruna frá söluaðila eða fyrirtæki frá
KitchenAidsamsteypunni.
d) Ábyrgðin tryggir að varan skuli vera gallalaus.
120
. Því verður að farga hinum
loading