sem vegur að hámarki 22 kg eða er allt að 4 ára gamalt, hvort sem
kemur fyrr. Notið barnavagninn eingöngu fyrir eins mörg börn og
hann er ætlaður fyrir. Burðargeta innkaupakörfunnar er að hámarki
10 kg. Setjið þyngri hluti alltaf í miðja körfuna. Ef þyngdin dreifist
ekki jafnt í körfunni getur vagninn orðið óstöðugur.
KERRUSTYKKI
Passar fyrir: NXT90-grind
Kerrustykkið er eingöngu ætlað fyrir börn eldri en 6 mánaða sem
vega að hámarki 22 kg eða eru allt að 4 ára gömul, hvort sem
kemur fyrr. Ekki nota kerrustykkið fyrr en barnið getur setið óstutt.
VAGNSTYKKI
Passar fyrir: NXT90-grind
Aðeins má nota vagnstykkið (fylgihlutur) til að aka með eitt barn á
aldrinum 0 til 6 mánaða.
Þetta vagnstykki hentar fyrir barn sem getur ekki sest upp sjálft,
velt sér eða farið upp á hendur og hné. Hámarksþyngd barns: 9 kg.
FYLGIHLUTIR
Aðeins skal nota einn viðurkenndan fylgihlut í einu, t.d. NXT-
systkinapall, NXT-millistykki fyrir bílstól.
Systkinapallur: Hámarksþyngd fyrir eitt barn sem notar
systkinapallinn á barnavagninum/kerrunni er 20 kg.
NXT-hliðartaska: Hámarksþyngd 2 kg.
Skiptitaska: Hámarksþyngd 2 kg
Mikilvægar upplýsingar - VIÐVÖRUN
• Ef einhver hluti þessa leiðarvísis er óljós eða þarfnast frekari
skýringa skal hafa samband við viðurkenndan söluaðila
Emmaljunga sem veitir þá frekari aðstoð.
• Ekki má breyta þessari vöru með neinum hætti þar sem það
getur stefnt öryggi barnsins í hættu. Framleiðandinn ber EKKI
ábyrgð á breytingum sem gerðar eru á vörunni.
• Ekki má setja hluti á skerminn. Notið vagninn aldrei án
skermsins.
• Ekki má aka með önnur börn eða poka á þessari kerru.
• Vagninn er eingöngu ætlaður til að flytja barnið á milli staða.
Alls ekki má nota vagninn sem rúm fyrir barnið.
• Ekki má standa eða sitja á fótaskemlinum. Aðeins má
nota fótaskemilinn sem stoð fyrir fótleggi og fætur eins (1)
barns. Önnur notkun getur haft alvarleg slys í för með sér.
264
, NXT60-grind
3.0
, NXT60-grind
3.0
, NXT Twin-grind
3.0
, NXT Twin-grind
3.0
NXT SELECT V1.2
.
3.0
.
3.0