ATHUGIÐ: Reglubundin stigbreyting (PLS) er sýnd sem blikkandi ljós
á ljósendanum.
Tækið gefur frá sér stutt píp þegar ýtt er á hnappinn þegar það er ekki í hljóðlausum ham. Pípið gefur til kynna
að herðingarlotan sé hafin. Örlítið lengra píp heyrist í lok herðingarlotunnar. Meðan á 10 og 20 sekúndna
lotunum stendur, heyrist píp á 5 sekúndna fresti og í lok lotunnar.
RÁÐLAGÐIR HERÐINGARTÍMAR
Demi Ultra er afkastamikil herðingareining, þar sem dæmigerð afköst eru allt frá 1100 til 1500 mW/cm².
Árangursrík herðing efna veltur á mörgum þáttum, þar með talið aflinu og bylgjulengd ljóssins, staðsetningu
ljóssins miðað við markið, skilyrðum til viðhalds- og þjónustu, tegund ljóskveikju (photoinitiator) og herðingar-
nýtni herta efnisins. Hér að neðan gefur Kerr dæmi um tiltekin efni og kröfur um herðingartíma þeirra, sem og
mælingar á ljósdeyfingu með aukinni fjarlægð frá markinu.
Kerr mælir eindregið með því að farið sé eftir ráðleggingum um herðingu tiltekna efnisins sem nota skal,
viðeigandi herðingartækni sé fylgt og ljósmagnið sé kannað reglulega með innbyggða geislunarmælinum.
Lengja skal herðingartíma ef ljósið er ekki beint yfir markinu eða gefur ekki áætlaða geislun. Demi Ultra pak-
kningarnar innihalda einnig herðingardisk sem nota má til að kanna herðingareiginleika ljósvirkjaðra efna.
Tilvísanir í ljósherðanleg efni
Harmonize Universal plastblendislitir A3E (2 mm dýpt)
SonicFill litir A3 (5 mm dýpt)
Optibond Universal lím
*Allir herðingartímar plastblendis eiga við um eina herðingu bitlokunar. Fyrir allar aftari viðgerðir með plastblendi mælir Kerr með 10 sekúndna
herðingu kinn (buccal )og/eða tungu (lingual) megin til viðbótar til að tryggja fullnægjandi fjölliðun.
UMHIRÐA OG VIÐHALD VÖRUNNAR
Notkunarumhverfi
Sjá kaflann um eiginleika vörunnar.
Flutnings- og geymsluumhverfi
• Hitastig: -20˚C til 40˚C
• Rakastig: 10% til 85%
• Loftþrýstingur: 0,5 atm til 1,0 atm (500 hPa til 1060 hPa)
Sjá kaflann um eiginleika vörunnar fyrir mál og þyngd íhluta búnaðarins.
BILANALEIT
Vandamál
Gaumljósin á bol herðingartækisins lýsa ekki.
Bolur herðingartækisins er í hleðslustöðinni,
en hleðslugaumljósin lýsa ekki.
Gaumljósin á bol herðingartækisins blikka.
Hnappur fyrir ljósdíóðu
Mynd 11 – Herðing plastblendis á tönn
Lausn
Rafhleðslan getur verið alveg tæmd. Komið bol herðingartækisins fyrir
í hleðslustöðinni í 70 sekúndur.
Tryggið að rafmagnssnúran sé í hleðslustöðinni og í sambandi.
Skoðið aflgjafann og snúruna með tilliti til skemmda. Ef um skemmdir
eru að ræða, skal hætta notkun aflgjafans.
Gætið að því að ljósendinn sé vel ofan í segultenginu.
406
LED ljósendi
Herðingartími
10 sekúndur
10 sekúndur*
5 sekúndur