Anleitung_SE_2100_SPK7:_
5.2 Umhverfisvernd
Fargið skítugum varahlutum, eldsneyti og
þessháttar í þar til gert sorp
Umbúðaefni, málm og platefni á að skila til
endurvinnslu.
5.3 Jarðtenging
Til að leiða í burtu stöðuhleðslu er nauðsinlegt að
jarðtengja tækið. Til þess verður að tengja einn enda
jarðtengingar við jarðtengingu tækisins (mynd 3 /
staða 4) og hinn endann við utanaðkomandi jörð
(pinnajarðtengingu).
6. Notkun
Varúð! Fyrir notkun verður að vera búið að fylla á
mótorolíu (u.þ.b. 0,6l) og eldsneyti.
Athugið eldsneytisfyllingu, fyllið á ef þörf er á
Athugið að það lofti nægilega vel um tækið
Gangið úr skugga um að kveikiþráðurinn sé vel
festur á kveikikertið
Athugið svæðið vel sem að rafstöðin stendur á og
í kringum hana
Aftengið tæki sem tengd eru við rafstöðina
6.1 Mótor gangsettur
Opnið eldsneytiskranann (13); snúið krananum
niðurávið
Stillið höfuðrofann (10) á stillinguna "ON"
Setjið innsogið (11) í stellinguna I Ø I
Gangsetjið mótorinn með gangsetjaranum (12);
togið kröftuglega í haldfangið. Ef að mótorinn fer
ekki strax í gang, reynið þá aftur
Þegar að mótorinn er kominn í gang, rennið þá
innsoginu (11) í upprunalega stöðu.
Varúð!
Þegar að mótor er gangsettur með gangsetjara getur
myndast bakslag sem orsakast af bakslagi í
mótornum sem leitt getur til meiðsla á hönd. Notið því
hlífðarvettlinga.
6.2 Álag sett á rafstöðina
Tengið tæki við 230 V~innstungurnar (3) á
rafstöðinni
Varúð: Innstungurnar mega vera notaðar standslaust
(S1) með 2000W og til stutts tíma (S2) í hámark 5
mínútur með 2200W.
Rafstöðin er til þess gerð að knýja tæki fyrir 230
V~riðspennu
Rafstöðina má alls ekki tengja við aðra rafrás eins
og heimilisrafrás, við það getur rafstöðin skemmst
eða skemmt tæki sem tengd eru við rafrásina.
10.11.2008
8:28 Uhr
Seite 81
Tilmæli: Sum rafmagnstæki (mótor-stingsagir,
borvélar ofl.) geta þurft meiri straum ef að þau eru
undir miklu vinnuálagi.
6.3 Mótor stöðvaður
Látið rafstöðina ganga án álags í smá stund áður
en að slökkt er á henni. Þá nær hún að kólna
hægar
Setjið höfuðrofann (10) í stellinguna "OFF"
Logið eldsneytiskrananum.
Varúð! Rafstöðin er útbúin yfirálagsöryggisrofa.
Þessi rofi rífur strauminn við innstungurnar (3). Ef
þrýst er á öryggið (5) er hægt að nota innstungurnar
(3) á nýjan leik.
Varúð! Ef að svo er, minnkið þá álagið á
tækjunum og fjarlægið tæki sem ekki eru í lagi af
rafrásinni.
Varúð! Bilaður yfirálagsrofi verður að vera
endurnýjaður af samskonar rofa með sömu
útsláttareiginlekum. Hafið samband við
þjónustuaðila.
7. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
Slökkvið á mótornum áður en að tækið er þrifið eða
unnið er að því og takið kveikjuþráðinn af
kveikikertinu.
Varúð: Slökkvið á tækinu undir eins og hafið
samband við þjónustuaðila:
Ef óvenjuleg hljóð eða titringur myndast
Ef að mótorinn virðist undir of miklu álagi eða ef
hann sprengir
7.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir hverja
notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og
dálítilli sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni þar
sem þau geta skemmt plasthluta tækisins. Gætið
þess að vatn berist ekki inn í tækið.
7.2 Loftsía
Farið eftir umhirðuleiðbeiningum.
Loftsíu verður að hreinsa reglulega og skipta um
hana ef þörf er á
IS
81