BESAFE Flex FIX 2 Manual Del Usuario página 156

156
Uppsetning á 3 bílstólum
1. Hægt er að taka höggdeyfinn gegn hliðarhöggum af stólnum til að
búa til meira rými við hliðina á stólnum svo hægt sé að nota annan
bílstól í miðjusæti farartækisins. Fjarlægið hliðarhöggdeyfi aðeins á
þeirri hlið stólsins sem snýr inn í farartækið og aldrei hurðarmegin.
(24, 25)
2. Til að fjarlægja höggdeyfi gegn hliðarhöggum skal ýta á hnappinn
og færa höggdeyfinn til hliðar og svo aftur, til að ná honum úr
krókum efnisins. Geymið höggdeyfinn gegn hliðarhöggum til að
hægt sé að nota hann síðar. (26, 27)
3. Til að setja upp höggdeyfi gegn hliðarhöggum, skal fyrst krækja
honum í lægri krókinn (28) og svo krækja honum í efri krókinn (29)
og að lokum festa höggdeyfinn í miðjuna með því að ýta fyrst á
hnappinn (30) og sleppa honum svo þegar hann er alveg upp við
stólinn. Athugið hvort höggdeyfirinn gegn hliðarhöggum sé rétt
festur. Notið höggdeyfinn gegn hliðarhöggum ávallt hurðarmegin í
farartækinu.
Skipt um áklæði
• Leggið á minnið hvernig áklæðið er tekið af til að geta sett það aftur
eins á.
• Byrjið að taka sætisbakshlutann af fyrst og endið svo á að setja
hann aftur á.
• Þvottaleiðbeiningar er að finna á þvottamiða innan á efnishlífinni.
! Aðvörun: Möguleg mistök
• Lesið handbók farartækisins til að sjá hvernig á að nota líknarbelg
með stólnum.
• Gakktu úr skugga um að merkin séu græn á ISO-fix festingunum
áður en ekið er af stað.
• Gangið úr skugga um að bak stólsins snerti sætisbak farartækisins
og að isofix tengingunum sé ýtt eins langt inn í stólinn og hægt er.
Rauða yfirborð ISOfix stillihandfangsins má ekki vera sjáanlegt á
meðan á akstri stendur.
• Gangið úr skugga um að höggdeyfar gegn hliðarhöggum séu ávallt
tengdir við stólinn hurðarmegin og tengdir við stólinn á þeirri hlið
sem snýr inn í farartækið þegar nægilegt rými er til staðar.
loading

Este manual también es adecuado para:

11037469