152
Þakka þér fyrir að velja BeSafe Flex FIX 2.
!
Það er mikilvægt að þú lesir þessa notendahandbók ÁÐUR en þú
festir stólinn. Röng uppsetning getur stofnað barni þínu í hættu.
! Mikilvægar upplýsingar
• Lesið handbók farartækisins til að sjá hvernig á að nota líknarbelg
með stólnum.
• Lesið handbók bílsins til að vita hvar stóllinn á að vera í bílnum.
• Besafe mælir með því að sætið sé sett upp í öllum þeim
sætastöðum sem verða notaðar og að uppsetningin sé athuguð
ásamt tiltæku rými í bílnum og stöðu barnsins, til að fá fullvissu um
hvort að sætið henti þínum aðstæðum.
• Hægt er að festa Flex FIX 2 framvísandi með ISOfix festingunni í
farartækjum sem útbúin eru með ISOfix festipunktum, með þriggja
punkta belti, sem er vottað skv. UN/ECE reglugerð nr. 16 eða
öðrum sambærilegum stöðlum. Ef enga ISOfix festingu er að finna
í farartækinu er hægt að festa Flex FIX 2 framvísandi með þriggja
punkta belti, sem er vottað skv. UN/ECE reglugerð nr. 16 eða öðrum
sambærilegum stöðlum.
• Flex FIX 2 er viðurkenndur fyrir börn sem eru 100 - 150 sm,
framvísandi.
• Þegar Flex FIX 2 er notaður fyrir börn sem eru 135-150 sm að
hæð má vera að hann passi ekki í öll farartæki, þar sem þakið á
farartækinu getur verið of lágt til hliðanna.
• Tryggðu að 3ja punkta beltið sé ekki skemmt eða snúið og sett þétt
í fyrir notkun.
• Ef stóllinn er notaður án þess að ISOfix festingarnar séu notaðar,
skal stóllinn ávallt festur með sætisbelti farartækisins þegar ekið
er með hann án barnsins.
• Ef barnið er hærra en 150 sm eða axlir þess ná upp fyrir hæsta
punkt skábeltisstýringar, verður það að skipta yfir í sæti sem hæfir
hærri börnum, vanalega sætið í farartækinu.
• Eftir bílsslys verður að skipta um stól þó svo að hann virðist
óskemmdur því við annað slys er ekki víst að stóllinn verndi barn
þitt eins og hann á að gera.
• Gætið þess að setja ekki farangur ofan á stólinn, skella hurðum á
hann eða gera nokkuð annað sem getur skemmt hann.
• Reynið ekki að taka hlut í sundur sem ekki er ætlast til að sé
fjarlægður, breytt að bætt við nokkurn hluta stólsins. Ábyrgð fellur