KitchenAid 5KMT2204 El Manual Del Propietario página 100

Ocultar thumbs Ver también para 5KMT2204:
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 44
NOTKUN VÖRUNNAR (ÁFRAM)
BRAUÐRISTIN NOTUÐ
Settu í samband við jarðtengda innstungu.
Ekki fjarlægja jarðtenginguna.
Ekki nota millistykki.
Ekki nota framlengingarsnúru.
Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum getur það leitt til dauða,
elds eða raflosts.
1.
Settu brauðristina í samband við jarðtengda innstungu.
ATHUGIÐ: Brauðtegundir og rakainnihald þeirra gætu þurft mismunandi ristunarstillingar.
Til dæmis brúnast þurrt brauð hraðar en rakt brauð og þarf því ljósari stillingu.
2.
Snúðu ristunarhnappinum til að velja hversu dökkt brauðið á að ristast. Snúðu
ristunarhnappinum til hægri til að fá dekkra ristað brauð, eða til vinstri til að fá það ljósara.
Gaumljósin sýna hversu dökkt brauðið ristast, frá 1 (ljóst) til 7 (dökkt).
3.
Settu brauðið eða annan mat sem á að rista ofan í raufina (raufarnar).
ATHUGIÐ: Til að fá jafna ristun í 2ja raufa módelinu skal aðeins rista eina brauðtegund af
sömu þykkt í hvert sinn. Ef þú vilt rista tvö ólík brauð í 4 raufa módelinu með tvö sjálfstæð
stjórntæki skaltu gæta þess að rista aðeins eina brauðgerð í hvoru raufapari.
4.
Um leið og brauð er sett í eina raufina byrjar hún að síga sjálfkrafa og ristun hefst með
völdum stillingum. Sum matvæli gætu verið of létt til að láta sjálfvirka ristun fara í gang. Ef
maturinn byrjar ekki að síga niður eftir 3 sekúndur þarf að ýta á RISTA/HÆTTA VIÐ (
að byrja ristunina.
5.
(Valkostur) Ýttu á hnapp fyrir sérstakar aðgerðir fyrir ristun ef þess er óskað innan
5 sekúndna. Sjá „Sérstakar aðgerðir fyrir ristun" varðandi frekari upplýsingar.
EKKI geyma samlokurekkann í brauðristinni eða setja hann aftur í brauðristina þegar búið
er að rista samlokuna og taka hana úr. Það kveikir á nýrri ristun og kemur í veg fyrir að
brauðristin virki rétt.
6.
Þegar brauðristin er búin að rista lætur hún matinn rísa sjálfkrafa upp og hljóðmerki
heyrist. Ef maturinn er ekki fjarlægður innan 45 sekúndna byrjar brauðristin að halda heitu.
7.
Til að hætta við að rista er hægt að ýta hvenær sem er á hnappinn
RISTA/HÆTTA VIÐ (
UMHIRÐA OG HREINSUN
MIKILVÆGT: Láttu heimilistækið kólna alveg áður en hlutir eru settir á eða teknir af og áður en
tækið er hreinsað
1.
Taktu brauðristina úr sambandi og láttu hana kólna áður en þú þrífur hana.
2.
Taktu um miðjuna á mylsnubakkanum og renndu honum út. Hristu mylsnuna ofan í
ruslafötu. Ráðlagt er að tæma mylsnubakkann eftir hverja notkun. Mylsnubakkann má
aðeins þvo í höndunum.
MIKILVÆGT: Bakkinn er heitur strax eftir að búið er að rista.
ATHUGIÐ: Ef fita eða olía skvettist á brauðristina skal strjúka sletturnar strax af með
mjúkum og rökum bómullarklút.
100
VIÐVÖRUN
Hætta á raflosti
). Brauðristin mun lyfta upp ristaða brauðinu og slökkva á sér.
) til
loading

Este manual también es adecuado para:

5kmt4205