ÍSLENSKA
KLASEN kolagrill
VARÚÐ
Ef þeim viðvörunum sem taldar eru upp
hér í leiðbeiningunum er ekki fylgt eftir,
getur það leitt til alvarlegra líkamsáverka
eða dauða, eða valdið eignaspjöllum
vegna elds eða sprengingar.
Öryggistákn (
mikilvægar öryggisupplýsingar.
Vöruna MÁ AÐEINS NOTA UTANDYRA.
Notist ALDREI í lokuðu rými eins og
bílskýli, bílskúr, lokuðum palli, garðskýli
eða undir hvers konar yfirbyggingu.
Yfirfyllið grillið ekki af kolum og látið
kolin ekki snerta ytri skel grillsins.
Gætið þess að grillið standi á sléttu og
óeldfimu yfirborði.
Snertið aldrei heita hluta grillsins með
berum höndum.
Notið ekki innandyra!
Notkun innandyra getur orðið til þess að
eitraðar lofttegundir safnist upp og valdi
líkamstjóni eða jafnvel dauða.
Notið aðeins utandyra á vel loftræstu
svæði. Notið ekki inni í bílskúrum,
byggingum eða í öðru lokuðu rými.
Tryggið að grillið sé rétt sett saman
samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningum.
ATHUGIÐ! Þetta grill má aldrei nota
undir eldfimri yfirbyggingu.
VARÚÐ! Grillið verður mjög heitt. Ekki
að færa það til meðan það er í notkun.
VARÚÐ! Haldið börnum og gæludýrum í
öruggri fjarlægð.
Hvers kyns breytingar á grillinu geta
reynst hættulegar.
Skiljið grillið aldrei eftir eftirlitslaust
þegar það er í notkun.
Fylgið ávallt leiðbeiningum um þrif og
umhirðu og sinnið viðhaldi reglulega.
Þegar grillinu er komið fyrir þarf að gæta
þess að það sé í að minnsta kosti eins
metra fjarlægð frá eldfimum efnum eða
byggingum.
Bætið ekki grillvökva, eða kolum sem
vætt hafa verið með grillvökva, á heit kol.
) gefa til kynna
Fjarlægið ekki ösku fyrr en öll kol hafa
brunnið upp og grillið er orðið kalt.
Varist að nota fatnað með löngum og
víðum ermum þegar grillað er.
Notið ekki grillið í miklum vindi.
Takið lokið af á meðan grillið er
undirbúið fyrir notkun og kveikt er upp í
því.
Snertið ekki grillið til að athuga hvort
það sé orðið heitt.
Notið ekki vatn til að slökkva loga eða
kæla niður notuð kol.
látið kolin alltaf brenna upp eða slökkvið
í glæðum að notkun lokinni.
Notið alltaf grillhanska þegar kveikt er
upp, grillað og loftræsting stillt.
Notið viðeigandi grilláhöld við
eldamennskuna.
Ekki má losa heit kol á stöðum þar sem
þau geta skapað eldhættu.
Setjið grillið ekki í geymslu eða undir
ábreiðu fyrr en slokknað hefur í kolunum
og þau hafa verið fjarlægð og grillið er
orðið kalt.
Þetta grill hentar ekki til notkunar í
ferðabílum eða á bátum.
Grillið ætti aldrei að nota sem hitara.
VARÚÐ! Notið ekki bensín, spritt eða
kveikjaravökva til að kveikja upp í
grillinu eða glæða eldinn! Notið aðeins
kveikjara sem uppfylla EN 1860-3
Evrópustaðalinn (innan Evrópu).
VARÚÐ! Notið ekki bensín, spritt eða
kveikjaravökva til að kveikja upp í
grillinu eða glæða eldinn! Notið aðeins
kveikjara sem uppfylla viðeigandi staðla
í viðkomandi löndum (utan Evrópu).
Látið ekki feiti, fitu eða matarleifar
safnast upp í eða á grillinu. ELDHÆTTA.
Hengið ekki hluti úr eldfimu efni á
handfangið á grillinu.
Skiptið alltaf um skemmda hluti - notið
ekki ef skemmdir finnast.
Gætið þess að ofhlaða ekki grillið með
mat. Dreifið grillmeti jafn á grillið.
MIKILVÆGT! Tryggið að grillið standi á
sléttu yfirborði svo feiti/fita renni úr því.
18