3. Setjið smábút af afgangsefni undir saumfótinn
til að sauma prufusaum.
ATH
Lyftið saumfætinum áður en þið setjið efnið undir
fótinn. Þið getið ekki byrjað að sauma fyrr en þið
hafið sett efnið undir fótinn, það er ekki nóg að setja
það fyrir framan fótinn.
4. Haldið við tvinnana með vinstri hendi og snúið
handhjólinu nokkrum sinnum fram á við til að
láta byrjunartvinnana fléttast saman áður en
þið stígið á fótmótstöðuna.
Keðjað af
Eftir prufusauminn, stígið áfram á fótmótstöðuna
og látið vélina keðja lykkjurnar ca. 10 cm aftur
undan fætinum. Tvinnarnir fléttast sjálfkrafa
saman undir fætinum.
ATH:
Ef tvinnaspennurnar eru ekki rétt samhæfðar þá verður
keðjan ójöfn. Ef þetta kemur fyrir togið þá lauslega í
keðjuna. Farið yfir tvinnaspennurnar og lagið ef
nauðsyn krefur til að ná fram jafnri og fallegri keðjun.
(Sjá nánar í KAFLA 1 "Spennan stillt".)
Byrjað að sauma
1. Þræðið vélina og togið alla tvinnaendana
u.þ.b. 15 cm aftur undan fætinum.
2.
Lyftið saumfætinum og setjið efnið vel undir
hann áður en þið byrjið að sauma. Saumið
fyrstu sporin hægt með því einu að snúa
handhjólinu.
3.
Vélin flytur svo efnið sjálfkrafa. Þið þurfið
aðeins að stýra þvi undir saumfótinn.
4. Athugið hvernig vélin keðjar tvinnana saman
og að sporið sé jafnt. Ef sporið er ekki jafnt
farið þá yfir þræðingar og tvinnaspennur.
5. Látið efnið renna með hliðsjón af efnis-
stýringunni (3) til að stjórna því hversu mikið
vélin klippir af efninu áður en hún saumar þau
saman. Strikin á stýringunni eru 10, 13, 16 og
25 mm. þegar sporbreiddin er stillt á "5".
1
1 Saumfótur 2 Efri hnífur 3 Efnisstýring
Efnið fjarlægt
Að saum loknum látið þið vélina ganga nokkur
spor á hægum hraða til að keðja tvinnana saman.
Klippið keðjuna síðan u.þ.b. 5 cm frá efnis-
jaðrinum. Ef vélin flytur keðjuna ekki nógu vel, þá
togið aðeins í keðjuna um leið og vélin fléttar
hana saman.
3
2
21