Kafli 8: Kynning Á Fáanlegum Aukafótum; Blindsaumsfótur - Brother 4234 Manual Del Usuario

Tabla de contenido
Idiomas disponibles

Idiomas disponibles

KAFLI 8
KYNNING Á AUKALEGA FÁANLEGUM FÓTUM
ATHUGIÐ
Blindsaumsfótur
Kostir
Þegar þið notið blindsaumsfótinn (fjölnota fótur) þá
getið þið saumað blindfald og overlock um leið.
Þetta getur hentað mjög vel þegar þið gangið frá
földum og uppbrotum t.d. á buxnaskálmum og
földum á pilsum o.fl.
Saumstýringin á þessum fæti kemur sér einnig vel
þegar þið saumið sérstaka sauma eins og flatlock
sauma, og aðra skrautlega sauma.
Blindföldun
Blindföldun er notuð til að sauma svo til ósýnilega
falda á fatnað o.fl. Notið hann til að falda
buxnaskálmar, pils og gardínur.
Ráðlagðar stillingar
- Sporbreidd: 5 mm
- Sporlengd: 3 - 4 mm
- Tvinnaspenna á nál: Aðeins lausari (0-2)
- Tvinnaspenna á efri grípara: Aðeins stífari (5-7)
- Tvinnaspenna á neðri grípara: Aðeins lausari (2-4)
Verklag
1. Setjið blindsaumsfótinn á vélina (sjá KAFLA 1
"Saumfótur settur á og tekinn af vélinni").
2.
Stillið vélina á 3ja þráða overlock með einni nál
(vinstri nálinni). Fjarlægið hægri nálina.
3. Látið röngu efnisins snúa upp, bjótið brúnina
einu sinni og síðan aftur í heppilegan fald eins
og myndin sýnir.
Saumurinn verður auðveldari ef þið strauið
brotið áður en þið saumið.
4. Snúið handhjólinu þannig að línan á hand-
hjólinu sé á móts við línuna á vélinni sjálfri
(sjá KAFLA 1 "snúningsátt handhjólsins")..
5. Lyftið saumfætinum og setjið efnið undir hann
með brotbrúnina vinstra megin og á þann veg
að nálin bara rétt nái að stinga í faldbrúnina
þegar þið saumið..
1 Rangan
2 Nálin stingur hér
6. Lækkið saumfótinn og stillið stýringuna
að brotbrúninni.
7. Stillið staðsetningu stýringarinnar með
stilliskrúfunni og þannig að nálin rétt nái að
stinga í faldbrúnina. Að sjálfsögðu fer þetta
mikið eftir þykkt efnisins sem þið eruð að
vinna með.
Með því að snúa skrúfunni áfram (í átt að
ykkur) þá mun stýringin fara til hægri. Með
því að snúa henni aftur á bak (frá ykkur) þá
mun stýringin fara til vinstri.
Til að stilla staðsetninguna á stýringunni, ættuð
þið ávallt að prófa sauminn á afgangsbút af
sama efni og þið ætlið að sauma.
8. Um leið og þið brjótið efnið og stýrið því, saumið
þannig að nálin bara rétt grípi í faldbrúnina
9. Opnið faldinn eins og sýnt er á myndinni að
neðan.
Til að ná sem bestum árangri mælum við
með því að þið notið fínan tvinna og í
svipuðum lit og efnið er.
Ef vel tekst til, þá á varla að vera hægt að sjá
tvinnann í faldinum á rétttunni.
Flatlock saumur
Flatlock saumurinn er aðallega notaður sem
skrautsaumur á alls konar verkefni. Saumurinn
gæti litið út eins og stigi eða litlar samhliða línur
þegar búið er að slétta efnin í sundur.
Ráðlagðar stillingar
- Sporbreidd: 5 mm
- Sporlengd: 2 - 4 mm
- Tvinnastilling fyrir nál: 0-3
- Tvinnastilling fyrir efri grípara: 2-5
- Tvinnastilling fyrir neðri grípara: 6-9
"
3 Stilliskrúfa
4 Stýring fyrir efni
29

Capítulos

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido