4.2 Mátun og notkun
VARÚÐ
Röng notkun eða of mikil hersla
Hætta á staðbundnum þrýstingi og aðþrengingu blóðæða og tauga vegna rangrar notkunar eða
ef beltið er hert um of
Tryggið að varan sé notuð rétt og passi.
►
ÁBENDING
Notkun slitinnar eða skemmdrar vöru
Takmörkuð virkni
Fyrir hverja notkun skal athuga hvort varan virki á réttan og öruggan hátt og hvort slit eða
►
skemmdir séu sýnilegar.
Haldið ekki áfram að nota vöru sem er ónothæf, slitin eða skemmd.
►
>
Sjúklingurinn stendur.
>
Opnið alla frönsku rennilásana á beltinu.
1) Setjið beltið um bakið þannig að gormarnir liggi á miðju bakinu.
2) Haldið þétt um neðri hluta beggja enda beltisins og togið yfir á framhlið (sjá mynd 1).
3) Leggið hægri enda beltisins yfir vinstri endann þannig að franski rennilásinn liggi saman.
4) Togið mjóu reimarnar yfir á framhliðina (sjá mynd 2).
5) Valfrjálst: Áður en þeim er lokað má toga reimar franska rennilássins upp eða niður til að
stilla þrýsting á baki.
6) Lokið mjóu reimum franska rennilássins framan á kviðnum (sjá mynd 3).
5 Hreinsun
ÁBENDING
Notkun rangra hreinsiefna
Hætta er á að spelkurnar skemmist vegna notkunar rangra hreinsiefna
Hreinsið spelkurnar einungis með samþykktum hreinsiefnum.
►
Hreinsið spelkurnar reglulega:
1) Fjarlægið alla gorma.
2) Festið alla frönsku rennilásana.
3) Ráðlegging: Notið þvottavélapoka eða net.
4) Þvoið stoðtækið í 40°C heitu vatni með venjulegu mildu hreinsiefni. Ekki nota mýkingarefni.
Skolið vandlega.
5) Látið þorna. Látið ekki vera í beinum hita (t.d. í beinu sólarljósi eða í/á ofni).
6) Setjið alla gorma aftur á sinn stað.
6 Förgun
Vörunni verður að farga í samræmi við gildandi lög og reglur hvers lands.
7 Lagalegar upplýsingar
Öll lagaleg skilyrði eru háð viðkomandi landslögum í notkunarlandinu og kunna að vera
mismunandi samkvæmt því.
7.1 Bótaábyrð
Framleiðandi viðurkennir aðeins bótaábyrgð ef varan er notuð í samræmi við lýsingu og
upplýsingar sem koma fram í þessu skjali. Framleiðandinn viðurkennir ekki bótaábyrgð vegna
28