VÖRUÖRYGGI (ÁFRAM)
KRÖFUR UM RAFMAGN
VIÐVÖRUN
Hætta á raflosti
Settu í samband við jarðtengda
innstungu.
Ekki fjarlægja jarðtenginguna.
Ekki nota millistykki.
Ekki nota framlengingarsnúru.
Ef ekki er farið eftir þessum
leiðbeiningum getur það leitt til
dauða, elds eða raflosts.
NOTKUN VÖRUNNAR
FYRIR FYRSTU NOTKUN
Áður en brauðristin er tekin í notkun skal skoða inn í raufarnar og fjarlægja allar umbúðir eða
pappír sem gæti hafa dottið ofan í þær í flutningum eða meðhöndlun. Ekki stinga málmhlutum
inn í brauðristina.
Mögulegt er að dálítill reykur komi fram í fyrsta skipti sem brauðristin er notuð. Þetta er eðlilegt.
Reykurinn er skaðlaus og hverfur fljótt.
96
Spenna: 220-240 V A.C. eingöngu
Tíðni: 50-60 Hz
ATHUGIÐ: Brauðristin er með jarðtengda kló.
Klóin passar í innstungu á aðeins eina vegu,
til að draga úr hættu á raflosti. Ef klóin passar
ekki við innstunguna skaltu hafa samband við
fullgildan rafvirkja.
Ekki breyta klónni á neinn hátt.
Ekki nota framlengingarsnúru. Ef
rafmagnssnúran er of stutt skal láta hæfan
rafvirkja eða þjónustutæknimann setja úttak
nálægt tækinu.
Snúrunni skal koma þannig fyrir að hún hangi
ekki út fyrir eldhúsbekk eða borð, þar sem
börn geta togað í hana eða dottið óvart um
hana.