Philips Respironics 3100 NC Instrucciones De Uso página 74

Meðferðargríma 3100 NC
Meðferðargríma 3100 SP
Notkunarleiðbeiningar
1
Öryggisupplýsingar
Tilætluð notkun
Þessi gríma er ætluð fyrir meðferð með stöðugum jákvæðum loftvegaþrýstingi (CPAP) eða
tvískipta meðferð. Gríman er ætluð til notkunar hjá einum einstaklingi í heimahúsi og til notkunar
hjá fleiri einstaklingum á sjúkrahúsi/-stofnun. Gríman er ætluð til notkunar hjá sjúklingum > 7 ára
(> 18 kg) sem hafa fengið ávísaða meðferð með stöðugum jákvæðum loftvegaþrýstingi (CPAP)
eða tvískipta meðferð.
Athugið:
• Þessi gríma er ekki framleidd úr náttúrulegu gúmmílatexi eða DEHP.
• Hægt er að nálgast rafrænar leiðbeiningar á: www.philips.com/IFU.
Frábendingar
Sjúklingar með eftirtaldar gerðir málmígræða mega ekki nota þessa grímu: ventill í heilahólfi,
klemma á slagæðagúlpi, málmflís í auga og ákveðin tæki til taugaörvunar í höfði, hálsi eða
nálægum svæðum.
Viðvörun: Merkir hugsanlega hættu fyrir notanda eða þann sem stjórnar tækinu.
Varúð: Merkir hugsanlega skemmd á tækinu.
Varnaðarorð
• Í grímunni eru seglar. Styrkur segulsviðsins er 400 mT. Gætið þess að gríman sé
höfð í a.m.k. 5 cm fjarlægð frá virku, ígræddu lækningatæki sem gæti orðið fyrir
áhrifum af segulsviðinu (t.d. gangráður, hjartastuðtæki, tæki til taugaörvunar,
kuðungsígræði, heyrnartæki) til að koma í veg fyrir hugsanleg áhrif frá staðbundnum
segulsviðum.
• Þessi gríma er ekki ætluð til notkunar hjá sjúklingum sem eru háðir öndunarvél.
• Notkun grímunnar þegar ekki er kveikt á vélinni og hún ekki í gangi getur valdið innöndun
útöndunarlofts. Innöndun útöndunarlofts lengur en í nokkrar mínútur getur í sumum
tilvikum valdið köfnun.
• Hætta skal notkun og hafa samband við heilbrigðisstarfsmann ef vart verður við eitthvað
af eftirfarandi: roða í húð, ertingu, óþægindi, óskýra sjón eða augnþurrk.
• Hætta skal notkun og hafa samband við heilbrigðisstarfsmann ef vart verður við einhver
af eftirtöldum einkennum: óvenjuleg óþægindi fyrir brjósti, mæði, alvarlegan höfuðverk,
augnverk eða augnsýkingar.
• Hætta skal notkun og hafa samband við heilbrigðisstarfsmann ef vart verður við einhver
af eftirtöldum einkennum: eymsli í tönnum, tannholdi eða kjálka. Notkun grímu getur
valdið því að fyrirliggjandi tannkvilli versni.
• Ekki má hindra útöndunarventlana.
74
IS
loading

Este manual también es adecuado para:

Respironics 3100 sp