3M LAD-SAF Manual De Instrucciones página 96

3.0
KERFISUPPSETNING
3.1
BURÐARÞOLSKRÖFUR FYRIR VINNUPALLA: Mannvirkið sem LAD-SAF™ kerfið er sett upp á verður að geta stutt heildarálagið
frá kerfinu.
STÖÐUÁLAG: Stöðuálagið sem hvílir á kerfinu felur í sér þyngd toppfestingarinnar, þyngd kapalsins fyrir lengd kerfisins og
öryggisstuðul. Eftirfarandi er dæmi um það hvernig hægt er að ákvarða stöðuálag sem hvílir á kerfinu fyrir 30 m (100 feta) kerfi:
1.
Þyngd L3 toppfestingar = 10,9 kg (24 pund)
2.
Þyngd á 100 fetum (30m) af 3/8" (9,5 mm) 1 x 7 galvanhúðuðum kapli = 12,3 kg (27 pund)
3.
HEILDARSTÖÐUÁLAG: (24 pund + 27 pund) x 1,2SF = 61 pund
HREYFIÁLAG: Eftirfarandi er hreyfiálagið sem hvílir á kerfinu fyrir hvern notanda:
1.
Einn notandi: 2700 pund (12 kN)
2.
Tveir notendur: 3320 pund (14,76 kN)
3.
Þrír notendur: 3940 pund (17,51 kN)
4.
Fjórir notendur: 4560 pund (20,27 kN)
HEILDARÁLAG: Heildarálagið sem hvílir á vinnupöllunum verður að taka tillit til stöðu- og hreyfiálags sem er skilgreint hér að
ofan fyrir lengd og tegund kerfis. Hér fyrir neðan er dæmi sem ákvarðar heildarálagið sem hvílir á vinnupöllunum:
1.
Stöðuálag á 30 m (100 feta) kerfi: 61 pund (0,27 kN)
2.
Hreyfiálag fyrir kerfi með tveimur notendum: 3320 pund (14,76 kN)
3.
Heildarálag = 3381 pund (15 kN)
Eftirfarandi kerfi leyfa notkun allt að tveggja notenda í einu (sjá töflu 2):
Kerfi L1, L2, W1 og CE1.
Eftirfarandi kerfi leyfa notkun allt að fjögurra notenda í einu (sjá töflu 2):
Kerfi L3, M1, M2 og T1.
Fyrir vinnupalla sem krefjast samfelldrar lengdar lóðréttrar líflínu lengri en 151 m (500 fet), mælir 3M með notkun
eftirfarandi búnaðar:
6116633 (4 notendur) – lengra en 151 m (500 fet) og allt að 242 m (800 fet).
6116633 (miðað við 3 notendur) – frá 242 m (800 fet). og allt að 606 m (2000 fet).
; Hægt er að nota kerfið einungis fyrir 2 notendur til að minnka álagið á festingarnar á vinnupöllunum.
; Aðrar uppsetningarkröfur geta takmarkað þann fjölda notenda sem eru leyfðir í hverju kerfi. Nánari
upplýsingar eru í lok kafla 3.0.
Samsetning botnfestingar: Tenging botnfestingarinnar verður að geta borið 350 punda (1,6 kN) forspennuálag í kerfinu í álagsstefnu.
Til útreiknings má gera ráð fyrir að nauðsynlegu festiálagi sé dreift jafn á milli fjölda festinga sem tengjast við rima.
3.2
ALMENN UPPSETNING: LAD-SAF™ kerfi eru hönnuð til auðveldrar uppsetningar á margs konar mannvirkjum. Til að hefja
uppsetninguna þarf að þekkja tegundarnúmer kerfisins, kapalbrautir, festingarpinna og gerð kapals (úr galvanhúðuðu eða
ryðfríu stáli). Myndir 2 til 12 sýna flestar gerðir. Sumar festingar eru hannaðar til uppsetningar með því að nota frístandandi
stuðningsstangir sem liggja á milli festingarinnar og vinnupallanna. Þú þarft að þekkja gerðarnúmer frístandandi stuðningsstanga
ef þær eru hluti af þínu kerfi. Sjá töflu 1 fyrir gerðarnúmer á flestum frístandandi stuðningsstöngum. Fylgdu leiðbeiningunum fyrir
þær gerðir stanga sem eru í þínu kerfi.
Almennt séð er LAD-SAF™ kerfið sett upp frá toppi vinnupallanna og niður. Grunnverkferlið er sem hér segir:
Skref 1.
Setjið upp toppfestinguna
Skref 2.
Tengið kapalinn við toppfestinguna
Skref 3.
Setjið upp kaplabrautirnar
Skref 4.
Setjið upp og setjið saman botnfestinguna
Skref 5.
Strekkið kapalinn
Skref 6.
Skoðið uppsetninguna
Skipulagning uppsetningar getur lágmarkað tíma sem eyða þarf uppi á vinnupöllum og bætir þannig öryggi.
• Nota skal viðeigandi öryggisverklag við uppsetningu á LAD-SAF™ kerfum.
;
• Klæðast skal persónuhlífum, þ.m.t. nota öryggisgleraugu og skó með stáltá.
• Nota skal persónuleg fallstöðvunar- eða fallvarnarkerfi þegar hætta er á falli á meðan LAD-SAF™-kerfi eru sett upp.
• Ekki skal tengjast LAD-SAF™ kerfinu meðan á uppsetningu þess stendur.
• Ekki skal tengjast LAD-SAF™ kerfi sem er aðeins að hluta til uppsett.
• Gæta skal varúðar við uppsetningu á LAD-SAF™ kerfum nálægt raflínum. LAD-SAF™ kaplar leiða rafmagn.
• Þegar verið er að setja upp kerfi úr ryðfríu stáli mælir 3M með notkun almenns smurefnis fyrir gengjur á allar festingar til að
koma í veg fyrir svörfun. Berið það ríflega á. Smyrja ætti gengjurnar eftir endilöngu og alveg í kringum boltann (mynd 23).
Meðfylgjandi smurefni fyrir gengjur ætti að bera á þannig að ein túpa sé notuð á hvern U-bolta.
(10,9 kg + 12,3 kg) x 1,2SF x 9,81 m/s2= 0,27 kN
96
loading