1.0
VÖRUNOTKUN
1.1
TILGANGUR: 3M DBI-SALA Lad-Saf™ sveigjanlegt kapalöryggiskerfi (mynd 1) er hluti af persónulegu fallvarnarkerfi. Þegar
kerfið er notað með Lad-Saf™ aftengjanlegri kapalslíf (seld sérstaklega) er Lad-Saf™ sveigjanlega kapalöryggiskerfið hannað til
þess að vernda starfsmann ef hann fellur á meðan hann er að klifra upp stiga á vinnupöllum eða á sambærilegum mannvirkjum.
LAD-SAF™ sveigjanleg kapalöryggiskerfi á að setja upp á stigum á vinnupöllum eða klifurflötum sem eru hluti af mannvirkjum
(t.d. útvarpsloftnet, byggingar [úr viði, stáli eða steinsteypu], mannop, loftnet og turnar). Persónuhlífarnar sem valdar eru mynda
nauðsynlegan hluta af fallvarnarkerfinu. Ávallt skal nota líkamsöryggisbelti með festipunkti við brjóstkassa, í samræmi við ANSI
Z359.11 eða viðeigandi innlendan staðal. Við klifur skal notandi kerfisins nota klifurhjálm sem er í samræmi við innlendan staðal.
1.2
TAKMARKANIR: Lad-Saf™ sveigjanleg kapalöryggiskerfi á ekki að setja upp á færanlegum stigum. Lad-Saf™ sveigjanleg
kapalöryggiskerfi eru hönnuð til notkunar á vinnupöllum/mannvirkjum sem eru almennt lóðrétt(ir). Öryggiskerfið má ekki fara
yfir 15° hámarkshalla frá lóðréttri stöðu. Hafa verður í huga eftirfarandi takmarkanir á notkun áður en Lad-Saf™ sveigjanlegt
kapalöryggiskerfi er sett upp.
A.
MANNVIRKI: Mannvirkið sem Lad-Saf™ sveigjanlega kapalöryggiskerfið er sett upp á verður að þola álagið sem kerfið
verður fyrir ef einstaklingur fellur (sjá kafla 3.1).
B.
AFKASTAGETA KERFIS: Fjöldi leyfðra notenda á Lad-Saf™ sveigjanlega kapalöryggiskerfinu hverju sinni er mismunandi
eftir tegund kerfis og uppsetningum. Almennt séð þá þolir Lad-Saf™ sveigjanlega kapalöryggiskerfið einn til fjóra
notendur í einu. Frekari upplýsingar um takmarkanir á getu er að finna í töflu 2. Afkastageta Lad-Saf™ sveigjanlega
kapalöryggiskerfisins er byggð á hámarksþyngd notanda allt að 140 kg (310 pund) að meðtöldum verkfærum og fatnaði.
C.
UMHVERFISHÆTTA: Notkun Lad-Saf™ sveigjanlegs kapalöryggiskerfis á svæðum þar sem umhverfishætta er til staðar
getur kallað á ítarlegri varúðarráðstafanir til að draga úr líkum á meiðslum notanda eða skemmdum á búnaðinum (t.d. vegna
hás hita vegna suðu eða málmskurðar, ætandi efna, sjó, háspennulína, sprengifimra eða eitraðra lofttegunda, vélbúnaði á
hreyfingu, skarpra brúna).
1.3
EFTIRLIT: Uppsetning á Lad-Saf™ sveigjanlegu kapalöryggiskerfi verður að fara fram undir eftirliti vottaðs aðila
1.4
ÞJÁLFUN: Lad-Saf™ sveigjanlega öryggiskerfið þarf að vera sett upp af aðilum sem hafa hlotið þjálfun í réttri notkun þess. Þessa
handbók skal nota sem hluta af þjálfun starfsmanna í samræmi við kröfur OSHA. Það er á ábyrgð þeirra sem setja upp búnaðinn
að tryggja að þeir þekki þessar leiðbeiningar og hafi fengið þjálfun í réttri umhirðu og notkun þessa búnaðar.
Kynntu þér staðbundnar og innlendar kröfur sem lúta að þessum búnaði til að fá frekari upplýsingar um lóðrétt öryggiskerfi og
tengda íhluti. Kynntu þér einnig staðlana OSHA 1910.140, OSHA 1910.29, OSHA 1926.1053 og OSHA 1926.502.
2.0
ÍHUGUNAREFNI VIÐ NOTKUN KERFISINS
2.1
SAMHÆFI ÍHLUTA OG UNDIRKERFA: Þessi búnaður er hannaður til notkunar með íhlutum og undirkerfum sem 3M Fall
Protection hefur samþykkt. Notkun ósamhæfra hluta og undirkerfa (t.d. öryggisbelti, dragreipi, slífar o.s.frv.) getur stofnað í hættu
samhæfi búnaðar og haft áhrif á öryggi og áreiðanleika heildarkerfisins. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi uppsetningu
eða hæfi þessa búnaðar fyrir notkun þína skaltu hafa samband við 3M Fall Protection.
2.2
SAMHÆFI KLIFURHJÁLPAR (E. CLIMB ASSIST): Ekki skal nota aflklifurhjálp (Powered Climb Assist, PCA) ásamt fallstöðvunarkerfi fyrir
klifurstiga frá 3M (Climbing Ladder Fall Arrest System, CLFAS), þar á meðal Lad-Saf lóðrétt líflínukerfi (Vertical Lifeline System) og Lad-Saf X2,
X3 eða X3+ aftengjanlegri kapalslíf, nema 3M hafi staðfest að aflklifurhjálpin samræmist fallstöðvunarkerfi fyrir klifurstiga frá 3M. Ef ekki er
farið eftir þessari viðvörun getur það valdið því að fallstöðvun virki ekki sem skyldi ef fall á sér stað við notkun ósamhæfra PCA- og CLFAS-kerfa.
Hafðu samband við tæknilega þjónustu 3M á
[email protected] ef þú ert með einhverjar spurningar.
; Notkun kerfa til klifurhjálpar sem ekki eru samhæf við lóðrétt kerfi (Vertical Systems) frá 3M gæti valdið alvarlegum
meiðslum eða dauða.
1 Vottaður aðili:
Aðili með skilgreinda menntun, vottorð eða faglega þekkingu, eða aðili sem hefur, með þekkingu sinni, þjálfun og reynslu, sýnt fram á fullnægjandi
getu til að leysa úr vandamálum tengdum fallvörnum og björgunarkerfum að því marki sem OSHA eða aðrar viðeigandi lands- og svæðisbundnar reglugerðir krefjast.
95
.
1