Ottobock Lumbo Direxa Stable Instrucciones De Uso página 54

Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 23
► Gefið sjúklingnum leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun vörunnar.
► Gefið sjúklingnum fyrirmæli um að leita tafarlaust til læknis ef hann
verður var við óeðlilegar breytingar (t.d. versnandi kvilla).
4.1 Val á stærð
1) Mælið ummál um mitti u.þ.b. 2 cm fyrir ofan mjaðmarkamb.
2) Ákvarðið stærð beltisins (sjá töflu með stærðum).
4.2 Mátun og notkun
VARÚÐ
Húð í beinni snertingu við vöruna
Erting í húð vegna núnings eða svita
► Látið vöruna ekki vera í beinni snertingu við húð.
► Upplýsið sjúklinginn.
VARÚÐ
Röng notkun eða of mikil hersla
Hætta á staðbundnum þrýstingi og aðþrengingu blóðæða og tauga vegna
rangrar notkunar eða ef beltið er hert um of
► Tryggið að varan sé notuð rétt og passi.
ÁBENDING
Notkun slitinnar eða skemmdrar vöru
Takmörkuð virkni
► Fyrir hverja notkun skal athuga hvort varan virki á réttan og öruggan
hátt og hvort slit eða skemmdir séu sýnilegar.
► Haldið ekki áfram að nota vöru sem er ónothæf, slitin eða skemmd.
Valfrjálst – innsetning púða:
► Aukahlutur – púða komið fyrir: Notið krókinn og franska rennilásinn til
að festa púðann innan á beltið þannig að hann liggi minnst 1 cm fyrir
ofan sætið sem setið er á.
Mátun og notkun
1) Festing málmpinnanna (sjá mynd 1): Fjarlægið málmpinnana fjóra úr
vösunum og festið þá við lendaliðina, hvern fyrir sig. Setjið málmpinnana
aftur í vasana.
2) Notkun (sjá mynd 2): Setjið beltið utan um hrygginn. Setjið fingurna í
handólarnar framan á beltinu. Togið beltið áfram með því að nota jafnt afl
báðum megin.
54
Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

50r54

Tabla de contenido