ATHUGUN FYRIR UPPSETNINGU
Til að tryggja nauðsynlegt öryggi og hnökralausa virkni drifsins þarf að gæta þess að eftirfarandi skilyrðum sé
fullnægt:
– Hliðið þarf að henta fyrir drifi ð. Sérstaklega þarf að gæta þess að það sé nógu sterkbyggt og stöðugt. Þegar um málmhlið er að
ræða mælum við með skrúfaðri tengingu við drifi ð. Þegar um viðarhlið er að ræða þarf að leggja málmplötur á þau innan- og
utanverð þar sem festiboltarnir koma í, því annars losnar um boltana með tímanum.
– Öll mál og þyngdir verða að vera í samræmi við upplýsingarnar um tæknilega eiginleika búnaðarins.
– Gæta þarf þess að hliðvængirnir núist hvergi við og að hreyfi ngin sé jöfn og góð, þ.e. meðan á öllu ferlinu stendur má enginn
núningur eða fyrirstaða vera.
– Vélræn endastopp verða að vera til staðar fyrir opna og lokaða stöðu hliðs.
– Fjarlægja skal lása og læsingar sem eru til staðar fyrir.
AÐ LOKINNI UPPSETNINGU
– Í námunda við stólpana er aukin slysahætta.
– Ekki skyldi reyna af ásettu ráði að ýta á móti hreyfi ngu hliðvængjanna.
– Trjágreinar og runnar mega ekki trufl a virkni sjálfvirka hliðbúnaðarins.
– Ljósabúnaður ætti alltaf að vera í lagi og vel sjáanlegur.
– Hliðvængina má fyrst hreyfa handvirkt eftir að búið er að taka hliðið úr lás.
– Ef bilun á sér stað skal taka hliðvængina úr lás svo hægt sé að fara í gegn. Bíða skal eftir fagmanni til að sjá um tæknilega
framkvæmd.
– Við mælum með því að vottaður fagaðili komi að minnsta kosti á hálfs árs fresti til að yfi rfara virkni hliðbúnaðarins, öryggis-
búnaðarins og fylgibúnaðar.
ÁBYRGÐARSKILMÁLAR
– Ekki er tekin ábyrgð á skemmdum sem verða vegna:
- eðlilegs slits sem verður við notkun
- rangrar uppsetningar, tengingar, notkunar eða meðferðar
- óviðráðanlegra atvika eða annarra ytri áhrifa
- rangs viðhalds eða viðgerða af hendi þriðja aðila
- tæknilegra breytinga af hendi þriðja aðila
– Vegna ábyrgðar munum við velja hvort gert verði við vöruna eða henni skipt út fyrir samsvarandi vöru frá SCHELLENBERG.
– Ábyrgðartíminn lengist ekki við það að skipt sé um tæki eða gert við það.
– Ábyrgðin gildir aðeins ef lagt er fram afrit af frumriti sölukvittunar. Þegar tæki eru send til baka skal ávallt láta fylgja með
afritið af upprunalegri sölukvittun ásamt lýsingu á gallanum sem um ræðir.
– Upplýsingar um ábyrgðartíma er að fi nna í tæknilýsingu
Endursending tækja:
Alfred Schellenberg GmbH
Endverbraucher-Service
An den Weiden 31
D-57078 Siegen
122