ÖRYGGI OG ÁBENDINGAR
Ágæti viðskiptavinur.
Lesa skal þessar leiðbeiningar vandlega áður en bílskúrshurðaopnarinn er settur upp og tekinn í notkun. Fagaðili
með viðeigandi sérþekkingu skal annast uppsetninguna. Ef uppsetning fer ekki rétt fram eða ef notandi annast
viðgerðir á eigin spýtur getur það leitt til meiðsla, banaslysa og tjóns við notkun. Fylgið öllum leiðbeiningum til að
tryggja eigið öryggi og geymið uppsetningarleiðbeiningarnar til síðari nota. Upplýsa skal alla notendur um þær
hættur sem geta stafað af notkun bílskúrshurðaopnarans. Þegar eigendaskipti verða skal láta nýja eigandann fá
leiðbeiningarnar.
Þessar leiðbeiningar eru þýðing notkunarleiðbeininga úr frummáli í skilningi EB-tilskipunar 2006/42/EB. Eftirfarandi skjöl
skulu vera til staðar til að tryggja öryggi við notkun og viðhald á hurðaopnaranum:
þessi leiðarvísir
leiðarvísirinn fyrir bílskúrshurðina
skoðunarbók
ALMENNAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Bílskúrshurðaopnarinn og umbúðir hans eru ekki leikföng. Geymið þar sem börn ná ekki til. Hætta er á slysum og köfnun
Ekki má opna bílskúrshurðaopnarann eða breyta honum með neinum hætti.
Bílskúrshurðaopnarinn er viðhaldsfrír og þarfnast ekki sérstakrar umhirðu.
Áður en uppsetning fer fram skal athuga hvort bílskúrshurðaopnarinn er skemmdur og hvort allur fylgibúnaður er til staðar.
Athugið reglulega hvort hurðaopnarinn gengur greiðlega fram og til baka og hvort ísing er til staðar að vetrarlagi.
Vakni spurningar um tæknileg atriði varðandi bílskúrshurðaopnarann skal snúa sér til þjónustudeildar okkar.
Börn eða fólk sem er með skerta andlega getu, skerta líkamsgetu eða skerta skyngetu og er ekki fært um að nota
bílskúrshurðaopnarann á öruggan og varkáran hátt má ekki nota bílskúrshurðaopnarann eða setja hann upp. Börn mega
ekki leika sér með bílskúrshurðaopnarann. Börn eldri en átta ára og einstaklingar með skerta líkamsgetu, skyngetu eða
andlega getu og einstaklingar sem ekki hafa reynslu og þekkingu mega nota bílskúrshurðaopnarann, svo fremi sem þeir eru
undir eftirliti aðila sem gætir öryggis þeirra eða að þeir hafi fengið tilsögn hjá viðkomandi aðila um örugga notkun vörunnar
og þeim hafi verið gerð skýr grein fyrir hættunum. Börn mega ekki annast þrif eða notendaviðhald án eftirlits.
FYRIRHUGUÐ NOTKUN
Notið bílskúrshurðaopnarann eingöngu í þeim tilgangi sem hann er framleiddur og hannaður fyrir! Öll önnur notkun telst vera
röng!
Bílskúrshurðaopnarinn er eingöngu ætlaður fyrir handstýrða notkun felli- og flekahurða með gormum.
Bílskúrshurðaopnarinn hentar eingöngu til notkunar á heimilum, ekki í atvinnuhúsnæði.
Bílskúrshurðaopnarinn hentar eingöngu til notkunar í þurru rými.
Hurðaopnarar sem eru aðeins með einum hlífðarbúnaði (t.d. útslætti) verða að vera í sjónmáli þegar þeir eru notaðir.
Ekki má nota bílskúrshurðaopnarann með hurðum sem ekki eru með fallvarnarbúnaði.
Bílskúrshurðaopnarinn má ekki vera í stöðugri notkun.
Ábyrgðin tekur ekki til tjóns sem verður vegna þess að öryggisleiðbeiningunum er ekki fylgt. Við undanskiljum okkur allri
ábyrgð á afleiddu tjóni!
HÆFNISKRÖFUR TIL UPPSETNINGARAÐILA
Aðili eða fyrirtæki með viðeigandi sérþekkingu skal sjá um að setja búnaðinn upp, taka hann í notkun sem og
annast viðhald og viðgerðir samkvæmt því sem fram kemur í þessum leiðarvísi.
Bílskúrshurðaopnarinn er hannaður og framleiddur samkvæmt gildandi reglum. Uppsetningaraðilinn verður að þekkja þær
reglur sem gilda um uppsetningu bílskúrshurðaopnarans á hverjum stað.
Starfsmenn sem uppfylla ekki hæfniskröfur eða aðilar sem þekkja ekki vinnuverndarreglur fyrir sjálfvirkar hurðir mega alls
ekki setja bílskúrshurðaopnarann upp eða eiga við hann með neinum hætti.
Þeir sem virða ekki gildandi öryggisreglur um uppsetningu og viðhald bera ábyrgð á tjóni, meiðslum, kostnaði, útgjöldum eða
kröfum sem rekja má til þess að öryggisreglum var ekki fylgt.
180