Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar til notkunar með CE merktum PANORAMASQUE grímum í samræmi við evrópska staðla EN 136:1998.
Heilgrímurnar úr flokki 2 eru ætlaðar fyrir almenna notkun. Þær sem eru úr flokki 3 er fyrir sérstaka notkun.
PANORAMASQUE grímurnar má aðeins nota í samræmi við þær leiðbeiningar sem fylgja. Röng notkun getur valdið líkamstjóni eða dauða.
VERND OG NOTKUN
PANORAMASQUE heilgrímur eru framleiddar í algjöru samræmi við evrópskan staðal EN136:1998. Varnarflokkurinn og tegund búnaðar þessara gríma veltur á
öndunarbúnaðinum sem fylgir með þeim.
PANORAMASQUE grímur með skrúfað Rd40 x 1/7" tengi geta verið notaðar með viðurkenndu síuhylki sem er í samræmi við evrópska staðla EN141, 143, 371, 372 eða 14387.
PANORAMASQUE grímur er einnig hægt að tengja við annan SPERIAN öndunarverndarbúnað sem leyfa notkun á EN136:1998 flokk 2 heilgrímu í samræmi við
útlistanir sem skráðar eru í notandaleiðbeiningum fyrir hvern tækjabúnað fyrir sig.
PANORAMASQUE grímur með tengiólar eru ætlaðar til noktunar með CE merktum slökkviliðshjálmum að gerð F1, F1A og F1SF.
TAKMÖRKUN FYRIR NOTKUN
•
Það ætti aldrei að nota PANORAMASQUE grímurnar einar og sér. Það verður að nota þær með öndunarverndarbúnaði sem stenst viðeigandi CE staðla.
•
Gríman verður, þegar notuð er með síu eða síubúnaði, að vera í samræmi við gildandi landslög, og ekki notuð í andrúmslofti þar sem vöntun er á súrefni.
•
Þegar notuð með búnaði sem gefur frá sér loft, verður loftið sem kemur frá þeim búnaði að vera af þeim gæðum að hægt sé að anda því að sér og í samræmi við EN 12021.
•
Takmarkanir á notkun fullbúnum öndunarverndunarbúnaði ræðst af þeim búnaði sem er festur við grímuna. Vinsamlegast skoðaðu notendahandbókina sem kemur með
þessum búnaði fyrir frekari upplýsingar.
•
Vinsamlegast hafðu samband við söluaðila, ef þú efast um að öndunargríman henti fyrir þá vinnu sem á að inna af hendi.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Leiðbeiningar hvernig á að taka grímuna úr umbúðunum.
•
Fjarlægðu grímuna varlega úr umbúðunum.
•
Athugaðu hvort að allur búnaðurinn sé til staðar og óskemmdur. Hafðu þegar samband við söluaðila ef um er að ræða skemmdir eða hluti sem vantar. Það má ekki nota
grímuna ef hún er skemmd eða það vantar í hana hluti.
Geymsla.
•
Ekki geyma grímuna í hita undir -20° C eða yfir +50 ° C eða í umhverfi þar sem raki er yfir 90%.
•
Geymdu grímuna í upphaflegum umbúðum eða í loftþéttu íláti þar sem ryk og sól nær ekki til.
Athuganir fyrir notkun.
•
Lestu notandaleiðbeiningar fyrir búnaðinn sem festur er við grímuna.
•
Vertu viss um að gríman sé ekki skemmd.
Að setja upp grímuna (berið saman myndir í byrjun leiðbeininganna).
1.
Dragðu hnakkólina yfir höfuðið, með hlífðarglerið vísandi niður á við (mynd 1).
2.
Staðsettu hökuna í botn grímunnar og dragðu ólina yfir höfuðið. (mynd. 2)
3.
Komdu miðjunni á höfuðólinni, aftan á höfuðið á þér og hertu ólina með því að byrja á efri reiminni og síðan neðri reiminni. Hertu ekki um of (mynd. 3 til 5).
4.
Settu lófann yfir tengi grímunnar, andaðu að ykkur og haldið niðri andanum. Gríman ætti að falla að andlitinu og vera þannig, svo framarlega sem andanum er haldið niðri.
Þetta kannar hvort að árangursríkri þéttingu er náð. Ef gríman fer af andlitinu þegar andinn er dreginn að sér, endurstilltu höfuðólina og endurtaktu loftþéttingarprófið. (mynd
6).
•
EKKI nota grímuna ef árangursríkri þéttingu hefur ekki verið náð. Lestu viðhaldsleiðbeiningar.
•
Vertu viss um að það sé ekkert hár á milli grímunnar og andlitsins. Einnig geta bartar, skegg og gleraugu dregið úr þéttingu grímunnar
•
Vertu alltaf viss um að öndunarverndunarbúnaðurinn, sem festur er við grímuna, sé lagaður að ætlaðri notkun.
•
Andaðu hægt og reglulega við eðlilega notkun.
•
Ef gríman eða áfestur öndunarbúnaður bilar, yfirgefðu vinnusvæðið þegar í stað.
•
Taktu aldrei niður grímuna áður en vinnusvæðið er yfirgefið.
•
Hafðu í huga allar varrúðaráðstafanir þegar gríman er tekin niður, til að koma í veg fyrir að andað sé að sér ryki eða aðskotahlutir sé á ytra yfirborði
grímunnar.
Að fjarlægja andlitsgrímuna.
•
Ýttu fram með þumalfingrum, á spennuhald höfuðólarinnar, til að losa höfuðólina.
•
Togaðu varlega fram til að mjaka grímunni upp og yfir höfuðið.
Leiðbeiningar um þrif.
•
Fjarlægðu öndunarverndarbúnaðinn frá loftinntaki grímunnar.
•
Þrífðu grímuna með volgu sápuvatni eða með úthljóðshreinsiefni með EPI-US í 3% vatni (skoðaðu viðhaldsleiðbeingar fyrir frekari upplýsingar). Ekki nota lífrænan leysi eða
hrjúfar vörur til að þrífa grímuna.
•
Hreinsaðu grímuna vel undir hreinu rennandi vatni.
•
Þurrkaðu grímuna með klút sem hefur ekki sáralín og hengdu upp á ólilnni í vel loftræstu svæði frá sólarljósi.
•
Þegar gríman er þurr, þurrkaðu hlífðarglerið með mjúkum bómullarklút og ALTUSIL. 1779061.
VIÐHALD
Framkvæmdu mánaðarlega skoðun á grímunni til að þess athuga hvort að ólar og andlitsbúnaður sé slitinn og þéttingar og ventlar séu rifnir. Ekki nota grímuna fyrr en skipt hefur
verið um skemmda og slitna hluti.
Viðhaldsáætlun
Notkun
Þrif, sótthreinsun
Loftþéttingarpróf á prófunnarbekk
Skipt um ventla, þéttingar
Viðvörun
Gríma í notkun
Gríma í geymslu
Eftir hverja notkun
Án hlutar
Hvert ár
Annað hvert ár
Annað hvert ár
Sjötta hvert ár