Fyrirhuguð Notkun; Upplýsingar Um Uppsetningu Og Notkun - ABL Wallbox eMH1 Instrucciones De Uso

Ocultar thumbs Ver también para Wallbox eMH1:
Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 27
134
|
Wallbox eMH1 – Fyrirhuguð notkun
Fyrirhuguð notkun
Vegghleðslustöðin Wallbox eMH1 er ætluð til að hlaða rafbíla með skilvirkum hætti samkvæmt IEC 61851-1
Mode 3 og er fáanleg í útgáfum með mismunandi hleðslugetu, ýmist með fasttengdri hleðslusnúru með
hleðslukló af gerð 2 eða með innbyggðum hleðslutengli af gerð 2 til að tengja hleðslusnúrur sem eru
keyptar sérstaklega.
Upplýsingar um uppsetningu og notkun
Í þessu skjali er fjallað um helstu atriði sem tengjast notkun Wallbox eMH1.
Faglærður rafvirki skal sjá um að setja Wallbox eMH1 upp og taka hana í notkun: Fjallað er um upp-
setningu hleðslustöðvarinnar í sérstakri uppsetningarhandbók sem hægt er að nálgast sem PDF-skjal á
vefsíðunni www.ablmobility.de (sjá einnig „Tæknilegar viðbótarupplýsingar" á bls. 141).
Notendahandbók (þetta skjal)
Tæknilegar viðbótarupplýsingar
ƒ Upplýsingablöð
ƒ Uppsetningarhandbók
Öryggisupplýsingar
Hætta
Hætta vegna rafspennu
Sé ekki farið eftir öryggisupplýsingunum í þessari handbók eða þær virtar að vettugi, getur það leitt til
raflosts, eldsvoða, alvarlegs líkamstjóns og/eða dauða.
ƒ Lesið allar öryggisupplýsingar vandlega.
ƒ Fylgið ávallt öllum öryggisupplýsingum!
Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum:
ƒ Lesið þessa notendahandbók vandlega.
ƒ Farið eftir öllum ábendingum og fylgið öllum leiðbeiningum.
ƒ Geyma skal þessar leiðbeiningar á öruggum stað sem alltaf er hægt að komast að: Allir sem nota
vöruna verða að geta nálgast efni leiðbeininganna, einkum öryggisleiðbeiningarnar.
ƒ Notið eingöngu þann fylgibúnað sem ABL býður upp á fyrir vöruna.
ƒ Ekki má setja vöruna upp nálægt rennandi vatni eða vatni sem skvettist eða á svæðum þar sem hætta
er á flóðum.
ƒ Ekki má setja vöruna upp á svæðum þar sem er sprengihætta (EX-svæðum).
ƒ Uppsetning rafmagns skal framkvæmd samkvæmt staðarreglum af hæfum rafvirkja, sem á grundvelli
sérþjálfunar og reynslu, ásamt þekkingu á viðkomandi reglugerðum, getur metið og framkvæmt þá
vinnu sem lýst er í þessari handbók og borið kennsl á mögulegar hættur.
Notandi
Rafvirki
Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido