► Hreinsið vöruna reglulega.
VARÚÐ
Beltið hefur verið hert um of
Hætta á staðbundnum þrýstingi og aðþrengingu blóðæða og tauga
► Tryggið að beltið sé rétt staðsett og að það passi.
ÁBENDING
Snerting við olíur, smyrsl, krem eða aðrar vörur sem innihalda olíu
eða sýrur
Ónógur stöðugleiki vegna skertrar virkni efnisins
► Ekki láta vöruna komast í snertingu við olíur, smyrsl, krem eða aðrar
vörur sem innihalda olíu eða sýrur.
4 Meðhöndlun
UPPLÝSINGAR
► Læknir segir yfirleitt til um hvenær og hve lengi skal nota vöruna á
hverum degi.
► Einungis þjálfað starfsfólk má sjá um upphaflega mátun og notkun
vörunnar.
► Gefið sjúklingnum leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun vörunnar.
► Gefið sjúklingnum fyrirmæli um að leita tafarlaust til læknis ef hann
verður var við óeðlilegar breytingar (t.d. versnandi kvilla).
4.1 Val á stærð
1) Mælið ummál um mitti u.þ.b. 2 cm fyrir ofan mjaðmarkamb.
2) Ákvarðið stærð beltisins (sjá töflu með stærðum).
4.2 Mátun og notkun
VARÚÐ
Röng notkun eða of mikil hersla
Hætta á staðbundnum þrýstingi og aðþrengingu blóðæða og tauga vegna
rangrar notkunar eða ef beltið er hert um of
► Tryggið að varan sé notuð rétt og passi.
63