Anleitung HEK 18-35_SPK7:Anl PEK 1840 SPK1
IS
ekki hægt að tryggja nægjanlega hreyfimöguleika
og öryggi notanda sagarinnar vegna
rafmagnsleiðslunnar!
Þegar að tré eru felld má einungis standa við
hliðina á því.
Þegar að horfið er frá eftir að fallskurður hefur
verið skorinn verður að varast fallandi greinar.
Ef að unnið er í halla eða brekku verður notandinn
að halda sig ofar í brekkunni en tréð sem að fella
á eða við hliðina á því.
Ef að rafmansleiðsla sagarinnar er skemmd
verður að gera við hana eða skipta henni út af
framleiðanda eða af umboðsaðila framleiðanda til
þess að koma í veg fyrir slys.
Til að forðast bakslag verður að taka eftirfarandi
til athugunnar:
Byrjið aldrei sögun með sagaroddinum í
skurðinum! Fylgist ávallt með sagaroddinum.
Sagið aldrei með sagaoddinum! Varist einnig ef
að haldið er áfram með skurð sem að byrjað var
að saga.
Byrjið sögun með sögina á snúningi!
Brýnið sagarkeðju ávallt rétt.
Sagið ekki margar trjágreinar samtímis! Á meðan
að greinar eru sagaðar, passið þá vel að koma
ekki við aðrar greinar á meðan.
Varist nærliggjandi boli á meðan að trjábolir eru
niðurbútaðir. Notið sögunarstand ef að mögulegt
er.
5. Keðjusög flutt til
Á meðan að sögin er flutt til verður að taka hana úr
sambandi við rafmagn og setja verður keðjuhlífina yfir
keðjuna og keðjurennuna. Ef að sagaðir eru fleiri ein
einn skurður verður að slökkva á söginni á milli
sögunnar.
Vinsamlegast athugið að tækin okkar eru
ekki framleidd né hönnuð til iðnaðarnota né
atvinnunota. Við tökum enga ábyrgð á tækinu sé það
notað til atvinnunota, í iðnaði eða notkun sem að bera
má saman við slíka notkun.
6. Áður en að sögin er tekin til
notkunar
Spenna rafrásarinnar verður að vera sú sem að
passar samkvæmt gerðarskilti tækisins. Áður en að
sögin er notuð ætti alltaf að fara vel yfir hana og
ganga úr skugga um að hún sé í góðu og öruggu
ásigkomulagi. Athugið vel áður en að sögin er notuð
hvort að keðjusmurningin virki rétt og hvort að næg
olía sé í olíugeyminum (sjá mynd 9). Ef að olían
stendur um það bil 5mm frá neðri rönd (á mynd merkt
með "min") verður að fylla á olíu. Ef að unnið er með
122
24.04.2007
olíuyfirborðið fyrir ofan merkið er næg olía á söginni.
Gangsetjið keðjusögina og haldið henni yfir ljósum
fleti. Varúð, keðjusögin má ekki snerta jörðina á
meðan; haldið þess vegna 20cm öryggisfjarlægð. Ef
að nú myndast olíurönd, er smurningur
keðjusagarinnar í lagi. Ef að engin olíurönd myndast,
gæti þurft að hreinsa olíufrárennslisrásina (mynd 3 /
staða C) eða hafið samband við þjónustuaðila.
7. Samansetning á stýriblaði og
sagarkeðjunni (mynd 1/2/3)
Rafmagnsleiðsla má ekki vera í sambandi.
- Athugið! Fremri handhlíf (1) verður ávallt að
vera í efstu (láréttri) stöðu.
Stýriblað og sagarkeðjan er afhent frá framleiðanda
ósamansett. Til að setja saman, fjarlægið
hlífðarhettuna (10), skrúfið sexhyrndu rónna úr og
fjarlægið því næst keðjuhlífina (9). Til að koma í veg
fyrir meiðsl vegna beittrar keðju og annarra beittra
brúna, ætti ávallt að nota vinnuvettlinga á meðan að
skipt er um keðju, hún sett á sögina, strekkt eða
yfirfarin. Áður en að stýriblaðið og sagarkeðjan er
sett á, verður að athuga hvort að sagartennur
keðjunnar snúi rétt (sjá mynd 2)! Haldið stýriblaði
(11) með oddinn lóðréttan upp, leggið sagarkeðjuna
(12) á stýriblaðið og byrjið að ofan. Festið því næst
stýriblaðið og keðjuna eins og hér er mælt með:
Leggið stýriblaðið með sagarkeðjunni á blaðstýruna
(B), þannig að pinninn (A) passi inn í stýriblaðið.
Leggið sagarkeðjuna utan um tannhjólið (D) og
gangið úr skugga um að keðjan snúi í rétta átt. (sjá
mynd 2 / staða 12). Setjið keðjuhlífina (9) aftur á
sögina og herðið lauslega með rónni.
8. Sagarkeðja spennt
Áður en að unnið er að söginni verður að taka
hana úr sambandi við rafmagn!
Notið hlífðarvettlinga!
Athugið vel að sagarkeðjan (12) liggi vel og rétt á
stýriblaðinu (11)! Sagarkeðjan er spennt með því að
herða spenniboltann (E) réttsælis (til að losa um
keðjuna er spenniboltanum snúið rangsælis). Herðið
að lokum sexhyrndu rónna. Athugið eftir það hvort að
spenna sagarkeðjunnar sé rétt (sjá mynd 10).
Spennið sagarkeðjuna ekki of mikið. Keðjuna ætti
að vera hægt að toga um það bil 3mm frá stýriblaðinu
á meðan að sögin er í köldu ástandi. Þegar að
keðjusögin er orðin heit, þenst málmur út og það
slaknar á sagarkeðjunni. Það er hætt á því að keðjan
losni. Ef að þörf er á verður að spenna keðjuna aftur.
Ef að sagakeðjan er spennt á meðan að sögin er heit,
verður að losa um hana eftir að búið er að nota
9:21 Uhr
Seite 122