AEG TSC8M181DS Manual De Instrucciones página 73

Idiomas disponibles

Idiomas disponibles

7. UMHIRÐA OG HREINSUN
AÐVÖRUN!
Sjá kafla um öryggismál.
7.1 Innra byrði hreinsað
Áður en heimilistækið er notað í fyrsta sinn,
skal þvo innri og alla innri fylgihluti með volgu
vatni og hlutlausri sápu til að losna við
dæmigerða lykt af nýrri vöru og þurrka svo
vandlega.
VARÚÐ!
Ekki nota þvottaefni, slípiduft, klór eða
olíublönduð hreinsiefni, þar sem það
skemmir áferðina.
VARÚÐ!
Aukahlutir og hlutar heimilistækisins eru
ekki ætlaðir fyrir uppþvottavélar.
VARÚÐ!
Hreinsaðu stjórnborðið með rökum klút.
Ekki nota neitt þvottaefni. Eftir að
hreinsun er lokið skaltu þurrka
stjórnborðið með mjúkum klút.
7.2 Reglubundin hreinsun
Hreinsa þarf búnaðinn reglulega:
1. Hreinsaðu innra byrðið og aukahluti með
volgu vatni og hlutlausri sápu.
2. Skoðaðu hurðarþéttingar reglulega og
strjúktu af þeim svo þær séu hreinar og
lausar við óhreinindi.
3. Skolaðu og þurrkaðu vandlega.
7.3 Ísskápurinn affrystur
Þíðing kælihólfsins er sjálfvirk. Vatnið sem
þéttist rennur inn í móttakara á þjöppunni og
gufar upp. Ekki er hægt að fjarlægja
móttakarann.
7.4 Affrysting frystisins
Frystihólfið er hrímlaust. Það þýðir að ekkert
hrím safnast upp þegar það er í notkun,
hvorki á innri veggjum né á matvælunum.
7.5 Að setja upp og skipta um
CleanAir+ síuna
CleanAir+ sían er virk kolefnissía sem dregur
í sig slæma lykt og gerir það að verkum að
hægt er að viðhalda besta bragði og lykt
matvæla án þess að hætta sé á víxlmengun á
óþef.
Meðhöndlaðu loftsíuna af varkárni til að
forðast að yfirborð hennar rispist.
Við afhendingu er kolefnissían í
plastpoka til að viðhalda frammistöðu
hennar.
Settu loftsíuna upp áður en heimilistækið er
virkjað.
1. Taktu loftsíuna úr plastpokanum.
2. Opnaðu plasthólfið og settu hrjúft
yfirborðið á grindina og komdu síunni fyrir
á merktu svæði á grófu yfirborðinu.
3. Haltu síunni niðri á meðan plasthólfinu er
lokað þar til þú heyrir smell.
ÍSLENSKA
73
loading