AEG TSC8M181DS Manual De Instrucciones página 69

Idiomas disponibles

Idiomas disponibles

MULTIFLOW gengur aðeins þegar hurðin er
lokuð.
Ekki loka fyrir loftunargöt, til að betri
kæling sé möguleg.
Ekki fjarlægja MULTIFLOW spjaldið.
Notaðu ekki vatnsúða eða gufu til að
hreinsa heimilistækið. Fyrir upplýsingar
um hreinsun, sjá kaflann „Umhirða og
hreinsun".
5.8 CleanAir+-sía
Í heimilistækinu er CleanAir+ kolefnissía.
Sían hreinsar loftið og tekur óæskilega lykt úr
kælihólfinu sem bætir geymslugæðin.
Við afhendingu er sían og plasthólf hennar í
plastpoka með öðrum aukabúnaði (sjá
hlutann „Að setja upp og skipta um CleanAir+
síuna" í kaflanum „Umhirða og hreinsun" fyrir
uppsetningu).
5.9 Bottle Stop
Aukabúnaðurinn kemur í veg fyrir að flöskur
og dósir rúlli. Þú getur staflað flöskunum eða
dósunum hver ofan á aðra til að spara
hillupláss og bæta skipulag í kælinum.
Aukabúnaðurinn krefst engrar samsetningar
eða verkfæra. Settu aukabúnaðinn inn með
silíkon botninn niður og byrjaðu að raða
flöskum.
Silíkon botninum er ætlað að koma í veg fyrir
að aukabúnaðurinn renni til: hann festist
hvorki né rennur til.
Geymdu að hámarki 10 kg af flöskum
og/eða dósum af mismunandi stærðum í
allt að tveimur röðum eins og sést á
myndinni.
Geymdu aðeins lokaðar flöskur eða dósir
þannig að hliðinni sem opnast er snúið fram.
Ekki setja mat sem ekki er vel pakkaður í
snertingu við aukabúnaðinn.
5.10 Frysta fersk matvæli
Frystihólfið hentar til þess að frysta fersk
matvæli og geyma frosin og djúpfrosin
matvæli til lengri tíma.
Til að frysta fersk matvæli skal virkjaExtra
Freezeaðgerðina minnst 24 klukkustundum
áður en maturinn sem á að frysta er settur í
frystihólfið.
Dreifið fersku matvælunum jafnt yfir fyrsta
hólfið eða skúffuna talið ofan frá.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á sólarhring án þess að bæta við
öðrum ferskum matvælum er tilgreint á
ÍSLENSKA
69
loading