RÁÐLÖGÐ NOTKUN OG NYTSAMLEGAR
TILLÖGUR
DEIGHNÍFUR NOTAÐUR
Deighnífurinn er sérhannaður til að blanda saman og hnoða gerdeig fljótt og vandlega. Til að fá
sem bestar niðurstöður skal nota O/Púls til að blanda saman þurrefnunum og síðan
hraðastillingu 2 þegar vatninu er bætt við.
Ráðlagt hámarksmagn er 375 g (3 bollar) af hveiti og 260g/ml af vatni, blandað saman á háum
hraða í 2 mínútur í mesta lagi.
FJÖLNOTA HNÍFUR NOTAÐUR
Fjölnota hnífurinn er notaður til að saxa og mauka mat á borð við ávexti, grænmeti, hnetur og
baunir/ertur. Hnífurinn getur líka hakkað kjöt, t.d. nautakjöt, kjúkling og svínakjöt.
Ráðlagt hámarksmagn af kjöti er 200 g af nautakjöti, á háum hraða í 10 sekúndur í mesta lagi.
ÞEYTARINN NOTAÐUR
Þeytarinn er notaður til að þeyta hráefni fljótt og rækilega. Notaðu O/Pulse hraðastillinguna til
að þeyta upp að æskilegri þykkt og fá sem bestar niðurstöður.
Ráðlagt hámarksmagn af vökva er 500 g á háum hraða í 2 mínútur í mesta lagi.
SNEIÐUNAR- OG RIFDISKAR NOTAÐIR
Sneiðunar-/rifdiskurinn er notaður til að sneiða og rífa niður ávexti, grænmeti, ost og fleira.
Ráðlagt hámarksmagn af hráefni til að rífa niður eða sneiða er 500 g í 2 mínútur í mesta lagi.
JULIENNE DISKURINN NOTAÐUR
Julienne diskurinn er notaður til að skera hráefni fínt, til dæmis gulrætur, agúrkur eða kartöflur.
Sjá „Leiðbeiningar um val á fylgihlutum" varðandi frekari upplýsingar.
Ráðlagt hámarksmagn til að skera hráefni fínt er 500 g á háum hraða í 2 mínútur í mesta lagi.
UMHIRÐA OG HREINSUN
MIKILVÆGT: BPA-fría skálin þarf sérstaka umhirðu. Vinsamlegast farðu eftir þessum
leiðbeiningum ef þú vilt frekar nota uppþvottavél en að þvo í höndunum. Leyfðu heimilistækinu
að kólna alveg áður en hlutir eru settir á eða teknir af og áður en tækið er hreinsað.
1.
Ýtið á O/Pulse hnappinn og takið síðan matvinnsluvélina úr sambandi fyrir þrif.
2.
Strjúkið af grunneiningunni og rafmagnssnúrunni með volgum, rökum klút og þurrkið af
með rökum klút. Þurrkið vel með mjúkum klút. Ekki nota hreinsiefni eða svampa sem geta
rispað. Ekki setja grunneininguna á kaf í vatn eða annan vökva.
3.
Alla hluti má þvo í efri grind í uppþvottavél. Forðist að leggja skálina á hliðina. Þurrkið alla
hluti vandlega eftir þvott. Notið mild þvottaferli, svo sem hefðbundið. Forðist að nota háan
hita.
ATHUGIÐ: Ef hlutar matvinnsluvélarinnar eru þvegnir í höndunum þarf að forðast að nota
rispandi hreinsiefni eða svampa. Það gæti rispað skálina og lokið eða gert þau mött.
4.
Hægt er að geyma allt að tvo hnífa og þrjá diska ásamt drifmillistykkinu inni í skálinni þegar
matvinnsluvélin er ekki í notkun. Einnig er hægt að geyma ísskápslokið á skálinni með
skálarlokið ofan á. Vefjið rafmagnssnúrunni utan um snúrugeymsluna neðst á
grunneiningunni og festið síðan klóna með því að smella henni á húsið.
124