5. Fyrir notkun
Tækið afhendist án hleðslurafhlaða og án
hleðslutækis!
5.1 Ásetning hnífshlífar (myndir 3-4)
Rennið hnífshlífi nni (mynd 1 / staða 8) upp á
mótorhúsið í áttina sem örin bendir eins og sýnt er
á mynd 3. Gangið úr skugga um að hlutirnir smelli
rétt saman! Gangið úr skugga um að hlífi n sé sett
á tækið eins og sjá má á mynd 4.
5.2 Ásetning skurðarhöfuðs (myndir 5-6)
Stingið skurðarhöfðinu (staða 7) á festinguna og
festið það með skrúfunni (staða 14).
5.3 Hnífur ísettur (mynd 7)
Leggið stærra opið á hnífnum (staða 9) á hnífafes-
tinguna (A) á skurðarhöfðinu (staða 7) og dragið
hann út á við eins og örin sýnir þar til hnífurinn
smellur í læsta stöðu eins og sýnt er á mynd 22.
5.4 Hæðarstilling (mynd 8)
Losið tengiróna (staða 5) þar til hægt er að renna
sköftum sláttuorfsins sundur og saman. Stillið nú
inn rétta lengd skafts (mynd 9) og læsið því næst
tækisskaftinu í þeirri stellingu með því að herða
tengiróna aftur.
5.5 Aukahaldfang sett á tækið (mynd 10)
Festið aukahaldfangið við þar til gerða festingu
og beinið athyglinni að tönnunum (staða I & II).
Eftir það er aukahaldfangið fest á tækið með hjálp
meðfylgjandi skrúfu og haldfangslæsingunni.
Gangið úr skugga um að hólfi ð fyrir aukahnífana
snúi að efri hluta tækisins.
5.6 Stilling aukahaldfangs (mynd 11)
Losið læsingu (staða 3) aukahaldfangsins það
mikið, að það sé hægt að hreyfa það fram fram og
aftur án mikillar mótstöðu. Setjið aukahaldfangið
í óskaða stöðu og skrúfi ð haldfangslæsinguna
aftur fasta.
5.7 Hallastilling tækisskaftsins (mynd 12)
Þrýstið inn læsingarhnappi hallastillingarinnar
(staða K). Nú er hægt að stilla inn réttan halla
tækisskafts. Til þess að læsa hallastillingunni ver-
ður að sleppa læsingarhnappinum og láta skaftið
smella í læsta stöðu. 3 stöður eru mögulegar.
Anl_GAT_E_20_Li_OA_SPK7.indb 206
Anl_GAT_E_20_Li_OA_SPK7.indb 206
IS
5.8 Ísetning hleðslurafhlöðunnar
(myndir 13 / 14)
Þrýstið inn læsingarhnappinum á hleðslu-
rafhlöðunni eins og sýnt er á mynd 13 og rennið
hleðslurafhlöðunni í þar til gerða festingu. Þegar
að hleðslurafhlaðan er komin í rétta stöðu eins og
sýnt er á mynd 14 verður að ganga úr skugga um
að það smelli í læsta stöðu! Hleðslurafhlaðan er
tekin eins út nema í öfugri röð!
5.9 Hleðslurafhlaða hlaðin (mynd 15)
1. Takið hleðslurafhlöðuna út úr tækinu. Til þess
verður að þrýsta inn læsingarhnappinn á
hliðinni.
2. Berið saman þá spennu sem gefi n er upp á
tækisskiltinu og þá sem rafrásin hefur sem
tengja á tækið við og gangið úr skugga um
að hún sé sú sama. Stingið rafmagnsleiðslu
hleðslutækisins (10) í samband við straum.
Græna LED-ljósið byrjar að blikka.
3. Stingið hleðslurafhlöðunni (11) á hleðslutækið
(10).
4. Undir liðnum „ástand hleðslutækis" er að fi n-
na töfl u sem lýsir skilaboðum LED-ljósanna á
hleðslutækinu.
Hleðslurafhlaðan getur hitnað á meðan hleðslu
stendur. Það er eðlilegt. Ef hleðslurafhlaðan
hleðst ekki ætti að athuga,
•
hvort að straumur sé á innstungu
•
hvort að tenging á milli hleðslutækis og hleðs-
lurafhlöðu sé nægilega góð.
Ef enn er ekki hægt að hlaða tækið biðjum við þig
að senda,
•
hleðslutækið
•
og hleðslurafhlöðuna
til þjónustuaðila okkar.
Til þess að tryggja langan líftíma hleðslu-
rafhlöðunnar ætti að ganga úr skugga um að
hleðslurafhlaðan sé hlaðin reglulega. Það er í
síðasta lagi nauðsynlegt þegar að ljóst er að afl
hleðslurafhlöðuknúna verkfærið fer minnkandi.
Tæmið hleðslurafhlöðuna aldrei alveg. Það skem-
mir hleðslurafhlöðuna!
- 206 -
07.09.2016 12:09:09
07.09.2016 12:09:09