Hisense H30MOBS10HC Instrucciones De Uso página 507

Ocultar thumbs Ver también para H30MOBS10HC:
UMHIRÐA ÖRBYLGJUOFNSINS
UMHVERFI
1.
Slökkvið á ofninum og takið hann úr sambandi
áður en hann er þrifinn.
2.
Haldið innra byrði ofnsins hreinu. Þegar
matarskvettur og vökvi sem hefur hellst niður
byrjar að loða við innra byrði ofnsins skal þurrka
það með rökum klút. Ekki er ráðlagt að nota
ætandi hreinsiefni eða slípiefni.
Hreinsa skal ytra byrði ofnsins með rökum klút. Til
að forðast að hlutar innan ofnsins skemmist skal
gæta þess að vatn leki ekki inn í loftunaropin.
3.
Ekki láta stjórnborðið blotna. Hreinsið með mjúkum
og rökum klút. Ekki nota hreinsiefni, slípiefni eða
úðahreinsi á stjórnborðið.
4.
Ef gufa safnast upp innan í eða utan á ofnhurðinni
skal þurrka hana með mjúkum klút. Þetta getur
gerst þegar örbylgjuofninn er notaður í miklum
raka og er ekki merki um bilun.
5.
Stöku sinnum þarf að fjarlægja glerbakkann til að
þrífa hann. Þvoið hann í heitu sápuvatni eða
uppþvottavél.
6.
Þrífa skal rúlluhringinn og botn ofnrýmisins reglulega
til að forðast óþarfa hávaða. Strjúkið botn ofnsins
einfaldlega með mildu hreinsiefni, vatni eða
gluggahreinsi og þurrkið. Þvo má rúlluhringinn í
heitu sápuvatni eða uppþvottavél. Eldunargufur geta
safnast upp við endurtekna notkun en hafa engin
áhrif á botn ofnsins eða hjól rúlluhringsins. Þegar
rúlluhringurinn er fjarlægður til þess að hreinsa hann
skal gæta þess að koma honum aftur fyrir á réttum
stað á botni ofnsins.
7.
Lykt er eytt úr ofninum með því að setja safa og
hýði einnar sítrónu í djúpa örbylgjuskál ásamt um
200 ml af vatni. Hitið í 5 mínútur með örbylgju,
strjúkið vandlega og þurrkið með þurrum klút.
Ekki fleygja tækinu með heimilissorpi að loknum
endingartíma þess. Skilið því á næstu endurvinnslustöð.
Þannig er hjálpað til við að vernda umhverfið.
507
loading