VIÐVÖRUN: Notið ekki
eða setjið raftæki innan í hólf
tækisins ef þau eru ekki af þeirri
gerð sem sérstaklega er leyfð af
framleiðandanum.
VIÐVÖRUN: Klakavélar og/eða
vatnsvélar sem eru ekki beintengdar
við vatnsveitu má aðeins fylla með
drykkjarhæfu vatni.
Ekki skal geyma sprengifim efni
s.s. úðabrúsa og ekki setja bensín
né önnur eldfim efni í tækið né nota
nálægt því.
Gleypið ekki innihald (ekki eitrað)
íspakkninganna (koma með sumum
gerðum). Borðið ekki ísmola eða
íspinna strax eftir að þeir eru teknir út
úr frystinum þar sem þeir geta valdið
frostbruna.
Tæki sem hönnuð eru til að nota
loftsíu innan í opnanlegri viftuhlíf
verða alltaf að vera með síu til staðar
þegar kæliskápurinn er í notkun.
Geymið ekki glerílát með vökvum
í frystihólfinu þar sem þau gætu
brotnað.
Látið matvæli ekki trufla viftuna (ef til
staðar).
Athugið að hurðir hólfanna lokist á
réttan hátt þegar matvæli hafa verið
sett í, sérstaklega hurð frystisins.
Skipta verður um skemmda
þéttilista eins fljótt og auðið er.
Notið kæliskápsrýmið aðeins
til að geyma fersk matvæli og
frystihólfið aðeins til að geyma fryst
matvæli, frysta fersk matvæli og búa
til ísmola.
Geymið ekki ópökkuð matvæli í
hólfum kæliskápsins eða frystisins til
að forðast beina snertingu við innri
yfirborð.
Tæki gætu verið með sérstök hólf
(hólf fyrir fersk matvæli, núll gráðu
kassa, ...).
Hægt er að fjarlægja þau án þess að
afköst minnki nema annað sé tilgreint
í tilteknum bæklingi fyrir vöruna.
C-Pentan er notað sem þanefni
í einangrunarfrauðinu og það
er eldfimt gas.
UPPSETNING
Tveir eða fleiri einstaklingar
þurfa að meðhöndla og setja upp
tækið - hætta á meiðslum. Notaðu
hlífðarhanska til að taka upp og setja
upp - hætta á skurði.
Þjálfaður tæknimaður eingöngu
má sjá um uppsetningu, þ.m.t.
vatnsveitu (ef við á), raftengingar
og viðgerðir. Gerið ekki við eða
skiptið út neinum hluta tækisins
nema það sé sérstaklega tekið
fram í notendahandbókinni. Haldið
börnum frá uppsetningarstaðnum.
Þegar umbúðir hafa verið teknar
utan af tækinu skal ganga úr skugga
um að það hafi ekki skemmst við
flutningana. Ef vandamál koma
upp skal hafa samband við næsta
þjónustuaðila. Eftir uppsetningu
skal geyma pökkunarúrgang (plast,
frauðplast o.s.frv.) fjarri börnum -
hætta á köfnun. Nauðsynlegt er
að aftengja tækið frá rafveitu áður
nokkrar uppsetningaraðgerðir eru
framkvæmdar - hætta á raflosti. Við
uppsetningu skal tryggja að tækið
skemmi ekki rafmagnssnúrur -
hætta á eldsvoða eða raflosti. Ekki
gangsetja tækið fyrr en uppsetningu
er lokið.
Gætið að því að skemma ekki
gólf (t.d. parket) þegar tækið er flutt.
Setjið tækið á gólf eða stoð sem
er nægilega sterk til að þola þyngd
þess og á stað sem hentar fyrir
185