Etac R82 Combi Frame:x Manual Del Usuario página 107

Ocultar thumbs Ver también para R82 Combi Frame:x:
Þjónustu- og viðhaldsupplýsingar
Þjónusta og viðhald lækningatækis er að öllu leyti á ábyrgð eiganda hvers tækis.
Ef ekki er hægt að sinna þjónustu og viðhaldi við tæki í samræmi við leiðbeiningarnar kann ábyrgð tækisins að falla úr
gildi. Ennfremur getur það komið niður á klínísku ástandi eða öryggi notenda
og/eða umönnunaraðila ef tæki er ekki þjónustað og viðhaldið. Ekki sinna þjónustu og viðhaldi
á meðan varan er í notkun. Ef þörf krefum skal hafa samband við söluaðila á staðnum til að fá
aðstoð við uppsetningu, notkun eða hvernig á að sinna þjónustu og viðhaldi við tækið.
Endingartími
Endingartími vörunnar við venjulega notkun er 8
ár ef öllu viðhaldi og þjónustu er sinnt samkvæmt
leiðbeiningum framleiðanda og skráð svo hægt sé að
sýna fram á það. Tækið verður hugsanlega gefið út
aftur innan endingartíma þess.
Tíðni þjónustu
Tíðni skoðana getur breyst eftir notkun og sliti.
Mælt er með því að varan sé skoðuð árlega, í hvert
sinn sem varan er endurútgefin til notkunar og eftir
langtímageymslu (meira en 4 mánuði). Aðili sem hefur
skilning á notkun vörunnar skal sjá um skoðunina.
Gátlisti þjónustuskoðunar:
Yfirfarið og stillið eftirfarandi í samræmi við fyrirhugaða
notkun:
Stilling sætis: Sætið er stillanlegt og helst
í þeirri stöðu sem það er stillt í
Ef millistykki fyrir sætið er fest skal ganga úr
skugga um að rauða handfangið fyrir læsinguna
virki og að öryggislæsingin „smelli í stöðu þegar
sæti er sett
í millistykkið
Tryggið að hjól hreyfist án nokkurrar fyrirstöðu
og að auðvelt sé að nota alla hjólalása/bremsur.
Stillið eftir þörfum
Hægt er að fjarlægja / skipta út hjólum með
hraðtengi
Þrýstingur í dekkjum
Áður en stóllinn er settur í geymslu:
Takið hjólalæsingar/bremsur ávallt af
Hægt er að festa jafnvægisbúnað
í vinnu- og hvíldarstöðu
Herðið rær og bolta á vörunni
Berið olíu á framlengingarhluti
Leitið eftir merkjum um sprungur
eða slitna íhluti
Allar merkingar á vörunni eru heilar
Gerið við eða skiptið um skemmda eða slitna hluti.
Viðhald
Fyrir hverja notkun er mælt með að:
Þurrka leifar og óhreinindi af vörunni með klút með
volgu vatni og mildu hreinsiefni/sápu án klórs og
láta stólinn síðan þorna fyrir notkun. Gerið sjónræna
skoðun á því hvort einhverjir hlutir séu skemmdir eða
slitnir.
Þvottur
Aðalvara
Vöruna má þvo á 60° hita með mildu þvottaefni í 10
mínútur í þvottavél sem er hönnuð fyrir lækningatæki.
Notið þurrkunaraðgerð vélarinnar til að þurrka vöruna.
Fjarlægið allan aukabúnað og þvoið hann sérstaklega.
Handþvottur
Einnig er hægt að þvo þessa vöru og fylgihluti hennar
í höndunum. Notið volgt vatn og milt hreinsiefni/ sápu
án klórs og leyfið öllum hlutum að þorna fyrir notkun.
XX IS
Sótthreinsun
Vöruna má sótthreinsa með 70% sótthreinsispritti.
Mælt er með því að nota klút með volgu vatni og
mildu hreinsiefni/sápu án klórs til að þurrka leifar og
óhreinindi af vörunni og leyfa henni síðan að þorna fyrir
sótthreinsun.
Efni
Ál
Gúmmí
Plast
Ryðfrítt stál
Stál
Yfirborðsmeðhöndlun
Eftirfarandi aðferðir við meðhöndlun yfirborðs hafa
verið notaðar til að verjast tæringu:
Lakkað yfirborð = pólýesterdufthúðun
eða ED-húðun
Ólakkaðir hlutar úr áli = rafhúðun
Ólakkað yfirborð úr stáli = sinkhúðun
107
etac.com
loading