ProKlima 26507950 Manual De Instrucciones página 283

Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 27
Tryggið að svæðið sé opið og nægilega loftræst áður en búnaðurinn er rofinn eða framkvæmd
er hitavinna. Ákveðið stig loftræstingar skal vera til staðar meðan á vinnunni stendur.
Loftræstingin ætti að dreifa þeim kælimiðli sem losnar og æskilegast væri að hann væri losaður
út í andrúmsloftið.
8) Athuganir á kælibúnaðinum
Þegar rafmagnsíhlutum er skipt út skal það gert með íhlutum sem passa fyrir tilganginn og eru
samkvæmt réttri lýsingu. Alltaf skal fylgja leiðbeiningum framleiðandans varðandi viðhald og
þjónustu. Ef í vafa skal leita aðstoðar hjá tæknideild framleiðandans.
Eftirfarandi athuganir skal gera á uppsettum búnaði sem notar eldfima kælimiðla.
– Stærð hleðslunnar sé í samræmi við stærð herbergisins þar sem hlutarnir sem innihalda
kælimiðil eru uppsettir;
– Loftræstibúnaðurinn og úttökin virki nægilega vel og séu óhindruð;
– Ef notuð er óbein kælirás þá skal athuga hvort kælimiðill sé til staðar í aukarásinni;
– Merkingar á búnaðinum séu áfram sýnilegar og læsilegar. Laga skal merkingar og merki sem
eru ólæsileg;
– Kælirör eða íhlutir séu uppsettir á stöðum þar sem ólíklegt er að þeir verði berskjaldaðir fyrir
efni sem getur valdið tæringu á íhlutum sem innihalda kælimiðil, nema þau séu gerð úr efnum
sem eru í eðli sínu með mótstöðu gegn tæringu eða eru varin á viðeigandi hátt gegn slíkri
tæringu.
9) Athuganir á rafbúnaði
Viðgerðir og viðhald á rafmagnsíhlutum skal innifela ferli fyrir upphaflegar öryggisathuganir og
skoðun íhluta. Ef bilun er til staðar sem gæti stefnt öryggi í hættu þá skal ekki tengja neitt
rafmagn við rásina þar til hún hefur verið löguð á fullnægjandi hátt. Ef ekki er hægt að laga
bilunina strax en nauðsynlegt er að halda aðgerðum áfram þá verður að finna tímabundna
lausn sem dugar. Tilkynna skal eiganda búnaðarins um þetta þannig að allir aðilar séu upplýstir.
Upphaflegar öryggisathuganir innifela:
• Þéttar hafi verið afrafmagnaðir: Þetta skal gert á öruggan hátt til að hindra möguleika á
neistaflugi;
• Að engir spennuhafa rafmagnsíhluti og leiðslur séu berskjölduð meðan á hleðslu búnaðarins
stendur, áfyllingu eða tæmingu;
• Að það sé stöðug jarðtenging.
Viðgerðir á innsigluðum íhlutum
1) Meðan á viðgerð innsiglaðra íhluta stendur skal aftengja allt rafmagn frá búnaðinum sem verið
er að vinna við áður en neinar innsiglaðar hlífar eru fjarlægðar o.s.frv. Ef það er algjörlega
nauðsynlegt að hafa rafmagn á búnaðinum við þjónustu þá skal vera viðvarandi virkur lekaskynjari
staðsettur á mikilvægasta punktinum til að vara við hugsanlega hættulegum aðstæðum.
2) Veita skal eftirfarandi atriðum sérstaka athygli til að tryggja að þegar unnið er við rafmagnsíhluti
þá sé umgerðinni ekki breytt á neinn hátt þannig að það hafi áhrif á verndarstigið.
Þetta skal innifela skemmdir á köplum, óhóflegan fjölda tenginga, tengla sem eru ekki af
upphaflegri gerð, skemmdir á innsiglum, röng festing á hringþéttingum o.s.frv.
Tryggið að tækjabúnaðurinn sé settur á á öruggan hátt.
Tryggið að innsiglum eða þéttiefnum hafi ekki hrakað þannig að þau þjóni ekki lengur tilgangi
sínum til að hindra innkomu eldfims andrúmslofts. Varahlutir skulu vera í samræmi við lýsingar
283
Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

26506966

Tabla de contenido