Anleitung_BBS_720_SPK7:_
IS
Varúð!
Titringsgildi þessa tækis breytast eftir mismunandi
notkun rafmagnsverkfærisins og aðstæðum og geta í
vissum tilvikum orðið hærri en þau gildi sem hér eru
uppgefin.
Takmarkið háfaða og titring eins mikið og
mögulegt er!
Notið einungis tæki í fullkomnu ásigkomulagi.
Hirðið vel um tækið og hreinsið það reglulega.
Aðlagið vinnulag að tækinu.
Leggið ekki of mikið álag á tækið.
Látið yfirfara tækið ef að þörf er á því.
Slökkvið á tækinu á meðan að það er ekki í
notkun.
Notið hlífðarvettlinga.
5. Fyrir notkun
Gangið úr skugga um að rafrásin sem notuð er passi
við þær upplýsingar sem gefnar eru upp á
upplýsingarskilti tækisins.
Takið tækið úr sambandi við straum áður en að það
er stillt.
5.1 Ryksugun
5.1.1 Ásetning rykpoka (mynd 3 / staða 11)
Rennið rykpokanum (11) á tengingu fyrir rykpoka (5).
Sundurtekning rykpoka fer fram í öfugri röð.
Ryksugunin fer fram beint yfir slípibeltinu og inn í
rykpokann.
Varúð!
Af heilbrigðistástæðum á ávallt að nota rykpokann
með þessu verkfæri.
5.2 Skipt um slípibelti (myndir 4-5 / staða 10)
Dragið festispennuna (9) út til þess að slaka á
spennu slípibeltisins.
Dragið gamla slípibeltið af drifrúllunum.
Rennið nýja slípibeltinu á drifrúlluna.
Gangið úr skugga um að hreyfiátt slípibeltisins
(örvar á innri hlið slípibeltis) séu fyrir sömu átt og
snúningsátt beltaslípitækis (ör yfir aftara drifkefli).
Þrýstið spennunni (9) aftur á við til þess að
spenna slípibeltið.
66
19.10.2009
13:15 Uhr
Seite 66
5.3 Slípibelti stillt (mynd 6 / staða 2)
Haldið beltaslípitækinu föstu með slípibeltinu
uppávið.
Kveikið á beltaslípitækinu.
Með því að snúa stilliskrúfu slípibeltis (2) á nú að
stilla hlaup slípibeltisins þannig að það hreyfist á
miðju drifkeflanna tveggja.
6. Tæki tekið til notkunar
6.1 Höfuðrofi (mynd 7)
Tæki gangsett:
Þrýstið á höfuðrofann (4).
Standslaus notkun:
Læsið höfuðrofanum (4) með höfuðrofalæsingunni
(3).
Slökkt á tæki:
Þrýstið stuttlega á höfuðrofann (4).
Hægt er að nota tækið til stutts tíma eða til
standslausar notkunar.
6.2 Tilmæli notkunar
Varúð! Haldið verkstykkinu aldrei með hendinni.
Tryggið verkstykkið við traustan og fastan flöt eða við
rennibekk.
Látið beltaslípitækið ganga áður en að það er lagt
að verkstykkinu.
Slökkvið ekki á beltaslípitækinu á meðan að það
er í snertingu við verkstykkið.
Haldið beltaslípitækinu ávallt með báðum
höndum á meðan að það er í notkun.
Slípið við ávallt í átt æða hans.
7. Skipt um rafmagnsleiðslu
Ef að rafmagnsleiðsla þessa tækis er skemmd, verður
að láta framleiðanda, viðurkenndan þjónustuaðila eða
annan fagaðila skipta um hana til þess að koma í veg
fyrir tjón.