Anleitung_HSA_1200_SPK7:_
IS
6. Samsetning
Festið rörfestinguna (1) (með langa pinnanum
(A)) með festingu rörafestingar (2), undirskífum
(11), spenniskífum (10) og tveimur róm (9) við
stálstöng. Áður en að boltarnir eru hertir, renni þá
rörafestistykki fyrir prófílarm (1) í óskaða
vinnuhæð sveigjuarmsins) (myndir 3-5).
Smyrjið pinnann (A) með koppafeiti.
Hengið nú prófílarminn (5) á rörfestinguna (A) og
rennið splittinu (8) í gengum gatið á pinnanum (A)
(myndir 6-7).
Síðan er báðum endum splittisins (8) beygt út á
móti hvor öðrum þannig að splittið (8) geti ekki
komist út úr gatinu (mynd 8).
Nú er rörfestingu fyrir stuðningsarm (3) fest (með
stuttum pinna (B)) eins og rörfestingin (1) fyrir
ofan prófílinn við stálstöngina. Stillið nú inn hæð
efri rörafestingu fyrir stuðningsarm (3) und
stuðningsarm þannig að millibilið H á milli beggja
festistykkjanna (1/3) sé nákvæmlega 380 mm.
Hengið nú stuðningsarminn (4) með stærri
götunum á lamapinnann (B) fyrir lamastykkis (3).
Rennið nú splitti (7) í bæði götin á lamarpinnanum
(B) og beygið báða enda splittisins (7) út á við,
þannig að splittið (7) geti ekki komist út úr gatinu
(myndir 9-10).
Herðið nú bolta og rær festistykkjanna. Hersla
boltanna (9) verður að vera 45 Nm.
Rennið framlengingarstykkinu (6) með endanum
án gata inn í prófílinn (5) (mynd 11). Athugið vel
að götin (C) snúi út á við eins og mynd 12 gefur til
kynna.
Tengið stuðningsarm (4) við prófílarminn (5) og
framlengingarrörið (6) með því að stinga bolta
(17) í gegnum samliggjandi göt, stingið undirskífu
(20) og spenniskífu (19) undir boltann (17) og
herðið saman með ró (18) (myndir 12-14).
Við enda framlengingarrörs er settur í einn bolti
(16) til þess að koma í veg fyrir að
sveigjuarmurinn geti fallið niður (myndir 15-17).
Með 750 mm fjarlægð til talíu má þyngdinni sem
lyft er ekki fara yfir 600 kg) (mynd 18).
Með 1100 mm fjarlægð til talíu má þyngdinni sem
lyft er ekki fara yfir 300 kg) (mynd 20).
Við uppsetningu talíu við framlengingarrör (6)
verður að setja undirstykkin (12) undir festinguna
til þess að tryggja góða festingu talíunnar (mynd
19). Eftir samsetningu verður að lyfta upp tvisvar
án álags, sveigja arminum um 180° til hliðar og
upp og niður til þess að athuga virknina. Svo
verður að nota sveigjuarminn með lítilli þyngd og
auka hana varlega þar til að hámarks leyfilegri
þyngd hefur verið náð. Fyrst eftir það má taka
talíuna til notkunar við vinnu.
42
18.01.2012
11:39 Uhr
Seite 42
7. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
7.1 Hreinsun og umhirða
Hreinsið sveigjuarminn reglulega og smyrjið
lamarpinnana (A/B).
7.2 Pöntun varahluta:
Þegar að varahlutir eru pantaðir ættu eftirfarandi atriði
að vera tilgreind:
Gerð tækis
Gerðarnúmer tækis
Númer tækis
Varahlutanúmer þess varahlutar sem panta á
Verð og upplýsingar eru að finna undir www.isc-
gmbh.info
8. Förgun og endurnotkun
Þetta tæki er afhent í umbúðum sem hlífa tækinu fyrir
skemmdum við flutninga. Þessar pakkningar
endurnýtanlegar eða hægt er að endurvinna þær.
Þetta tæki og aukahlutir þess eru úr mismunandi
efnum eins og til dæmis málmi og plastefnum. Fargið
ónýtum hlutum tækis í þar til gert sorp. Spyrjið
viðeigandi sorpstöð eða á bæjarskrifstofum!