• Ef dælan eða lyfjagjafarsettið lekur skal loka klemmunni á
slöngunni. Skiptið um dælu ef með þarf.
• Fargið ekki dælunni og hafið samband við I-Flow* til að
fá leiðbeiningar um vöruskil.
• Rennslishraðinn getur verið mismunandi af ýmsum
ástæðum:
Áfyllingarrúmmál
• Ef dælan er fyllt minna en gefið er upp veldur það meiri
innrennslishraða.
• Ef dælan er fyllt meira en gefið er upp veldur það minni
innrennslishraða.
Seigja og/eða styrkur lyfs
• Uppgefinn rennslishraði Homepump Eclipse* dælunnar
byggir á notkun venjulegrar saltlausnar til þynningar.
• Ef lyfi eða öðru þynningarefni er bætt við getur það
breytt seigju og valdið meiri eða minni rennslishraða.
Notkun 5% dextrósa veldur 10% lengri lyfjagjafartíma.
Staðsetning dælunnar - Staðsetjið dæluna í um það bil
sömu hæð og holleggsstaðurinn er.
• Ef dælan er staðsett ofar eykst rennslishraðinn.
• Ef dælan er staðsett neðar minnkar rennslishraðinn.
Hitastig
• Hitastig hefur áhrif á seigju lausnarinnar og veldur styttri
eða lengri lyfjagjafartíma.
• Homepump Eclipse* dælan er gerð til að nota við
stofuhita (20 °C/68 °F).
• Rennslishraðinn eykst um það bil 1,4% fyrir hverja
0,6 °C/1 °F hækkun hitastigs og minnkar um það bil
1,4% fyrir hverja 0,6 °C/1 °F lækkun hitastigs.
• Dælan og slöngur skulu vera yfir fatnaði.
• Eftir geymslu í kæli eða frysti skal láta dæluna ná
stofuhita áður en hún er notuð. Það getur tekið
dælu nokkrar klukkustundir að ná stofuhita, allt eftir
fyllingarrúmmáli. (Tafla 1)
• Til að tryggja réttan rennslishraða skal ekki nota hita- eða
kuldameðferð mjög nálægt rennslisstýringarleiðslum.
Geymsla
• Lyfjagjafartími kann að lengjast umtalsvert við langan
geymslutíma.
Ytri þrýstingur
• Ef beitt er ytri þrýstingi til dæmis með því að kreista eða
leggja ofan á dæluna, eykur það rennslishraðann.
Holleggur/aðgangsbúnaður
• Við lyfjagjöf með miðlægum eða útlægum hollegg skal
fylgja leiðbeiningum frá framleiðanda holleggs. Miðlægar
holleggslínur (PICC) sem settar eru í útlægt og eru minni en
20 GA x 56 cm (eða annar takmarkandi búnaður) draga úr
rennslishraða.
52
ÁBENDINGAR
Homepump Eclipse* dælan er ætluð fyrir samfellda lyfjagjöf í æð.
FRÁBENDINGAR
Homepump Eclipse* dælan er ekki ætluð fyrir blóð,
blóðafurðir, lípíð, fitufleyti eða næringu í æð (TPN).
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Notið smitgátaða aðferð
FYLLT Á HOMEPUMP ECLIPSE* DÆLUNA: (Mynd 2)
ATHUGIÐ: Farið eftir hefðbundnu verklagi og viðkomandi
reglugerðum við áfyllingu dælunnar.
1. Lokið klemmunni.
2. Fjarlægið hettuna af áfyllingartenginu og geymið til
notkunar síðar.
3. Hægt er að fylla á Homepump Eclipse* dæluna með
sprautu eða sambærilegu tæki. Fjarlægið allt loft
úr áfyllingartækinu og festið áfylltu sprautuna við
áfyllingartengið. (Mynd 2)
4. Snúið dælunni við eins og sýnt er. Takið þétt í sprautuna
með báðum höndum og þrýstið samfellt niður á bulluna
þar til rúmmálið er gefið. Meðhöndlið ekki dæluna
meðan á áfyllingu stendur þar sem endi sprautunnar gæti
brotnað. Endurtakið eftir þörfum.
Mynd 2
VARÚÐ: Fyllið ekki minna en lágmark eða meira en
hámark fyllingarrúmmáls (sjá sérstakar upplýsingar um
fyllingarrúmmál fyrir hverja gerð í töflu 1).
5. Takið áfyllingartækið af áfyllingartenginu.
6. Setjið hettuna aftur á áfyllingartengið. Tryggið að hettan á
fjarenda slöngunnar sé þétt á.
7. Merkið með viðeigandi upplýsingum um lyf og sjúkling.